Lífið

Ólafur Elíasson hannar ballett með Jamie xx úr The xx

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Sýningar í Park Avenue Armory eru á afar stórum skala.
Sýningar í Park Avenue Armory eru á afar stórum skala. mynd/úr fréttatilkynningu
Ólafur Elíasson mun sjá um sviðshönnun fyrir nútímaballettinn Tree of Codes, sem er samstarfsverkefni hans, tónlistarmannsins Jamie xx og balletthöfundarins Wayne McGregor. Sýningin mun fara fram í júlí í Park Avenue Armory í New York, en það er risastór salur þar sem listamenn fá tækifæri til að sýna verk á stórum skala.

Verkið er byggt á bókverkinu Tree of Codes eftir bandaríska rithöfundinn Jonathan Safran Foer, en í fréttatilkynningu um verkið segir að það muni „breyta skynjun áhorfenda á dansi í gegnum óhefðbundna sviðsetningu sem minnir á skúlptúr“.

Jamie xx er þekktastur sem trommari sveitarinnar The xx, sem tók upp nýjustu plötu sína hér á landi í ár en Wayne McGregor er einn fremsti nútímadanshöfundur heims.

„Augljóslega getur tónlist Jamies ekki verið til án hreyfingar og rýmis,“ segir Ólafur í tilkynningunni. „Augljóslega getur ballettgerð Waynes ekki verið til án hljóðs og rýmis. Augljóslega getur list mín ekki verið til án hljóðs og hreyfingar. Augljóslega getur sköpunargáfa breytt heiminum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.