Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2014 08:46 Helguvík Það liggur endanlega fyrir í lok maí hvort United Silicon byggir kísilver í Helguvík. Fréttablaðið/GVA Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira