Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2014 08:46 Helguvík Það liggur endanlega fyrir í lok maí hvort United Silicon byggir kísilver í Helguvík. Fréttablaðið/GVA Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli.
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira