Eignuðust óvænt 60 kindur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2014 09:30 Fjölskyldan á Karlstöðum í fjárhúsinu þar sem þau una sér vel þrátt fyrir að hafa fengið 60 kindur óvænt með í kaupunum á býlinu. Vísir/GVA Þokan hylur Búlandstind og önnur fjöll Berufjarðar að mestu þegar við Gunnar V. Andrésson ljósmyndari brunum niður Öxi og austur ströndina. Þó grillir í tígulega klettadranga og gil ofan við bæinn Karlsstaði. Á hlaðinu tekur tíkin Píla glaðlega á móti okkur og húsbóndinn Svavar Pétur stígur út með barnavagn því Aldís Rúna, átta mánaða, ætlar að fá sér dagdúr bak við hús. Næstur birtist Hrólfur, fjögurra ára, og tilkynnir okkur að það sé lamb í eldhúsinu. Mikið rétt. Um gólfið vagar völtum fótum lítil mögótt gimbur – með bleiu. Mæðgurnar Berglind Häsler og Elísa Egilsdóttir eru að baka pönnukökur og okkur er boðið í bröns þar sem bulsur (grænmetispylsur) Svavars Péturs gegna veigamiklu hlutverki.Kallstaðir eða hvað? Svavar segir munnmæli til um að bærinn hafi heitið Kallstaðir því hægt hafi verið að kalla til Djúpavogs, yfir fjörðinn.Hrólfur: „Sko, pabbi kallar bæinn Kallstaði, allar konurnar kalla hann Konustaði og öll börnin kalla hann Barnsstaði!“ Þessi yfirlýsing vekur kátínu við borðið. Hrólfur er samt minntur á að nota inniröddina. „Þegar maður er svona mikið inni og úti til skiptis þá verður maður að eiga bæði inni- og útirödd,“ segir faðir hans til skýringar. Svo berst talið að búskapnum á Karlsstöðum og framtíðaráformunum.Svavar: „Við höfðum verið með augun opin fyrir jörð í dálítinn tíma og keyptum þessa í vor. Okkur langar að vera með blöndu af menningarstarfsemi, matvælaframleiðslu og einhvers konar ferðaþjónustu. Þetta er ekkert sem gerist á einni nóttu heldur eru þetta langtímaverkefni.“Berglind: „Það var aldrei markmiðið að gerast sauðfjárbændur en við eignuðumst 60 kindur óvænt. Ég hafði komið svona fjórum sinnum á ævinni í fjárhús áður en ég kom hingað. En kindurnar voru hér og það var ekki hægt að fara að slátra þeim að vori til.“Svavar: „Þetta er alveg passlegur fjöldi, þó að þeim fylgi hellings vinna yfir sauðburðinn. Líka mjög skemmtilegar kindur. Þær koma jörðinni dálítið vel því þá urðum við að byrja á að rétta við girðingarnar. Fyrstu lömbin fæddust í blábyrjun apríl, þegar við vorum að renna í hlað, og það komu 35 lömb í lotu en svo varð hlé um tíma. Það var dálítið gaman þegar við vorum að bólusetja þessi 35 lömb. Ég hélt á þeim en Berglind var með sprautuna á lofti eins og róbóti.“Berglind: „Já, og var allan tímann að hugsa um hvað ég ætlaði að fá mér gott kaffi þegar þetta væri búið!“Svavar: „Þegar við komum heim minnti ég hana á að við ættum eftir að merkja og marka öll lömbin. Þetta var góð leið til að hoppa beint í djúpu laugina.“Berglind: „Annars hefðum við bara haldið áfram í tölvuvinnunni og kannski gleymt okkur í henni. Við erum líka með æðarvarp og þurfum að fara daglega niður í fjöru að hlúa að hreiðrum og fæla varginn frá. Varpið á eftir að gefa vel af sér ef við sinnum því vel.“ Keyptuð þið þessa jörð dýrum dómum fyrst henni fylgja hlunnindi?Svavar: „Nei, þótt ótrúlegt sé. Það vilja allir búa þar sem þeir geta skroppið til Reykjavíkur. Við erum komin út úr þeirri pælingu. Bjuggum um tíma á Seyðisfirði og nú í vetur vorum við á Drangsnesi.“ Berglind: „Þriggja herbergja íbúðin sem við bjuggum í í Þingholtunum er talsvert hærra metin en þessi 130 hektara jörð með öllum sínum kostum og húsum. Sigurður Þorleifsson og Kristbjörg Sigurðardóttir bjuggu hér hefðbundnum búskap í 55 ár, til 2005.“ Foreldrar Berglindar eru Hafsteinn Häsler og Kristín Elísabet Guðjónsdóttir og Svavar Pétur er sonur Eysteins Péturssonar og Aldísar Hjaltadóttur. Stórfjölskyldan er þegar byrjuð að leggja frumbýlingunum lið. „Hingað mætti hópur rétt eftir að við komum á staðinn, lagði gólfefni og málaði. Það var tekið á því af alvöru,“ lýsir Svavar. „Svo er mamma væntanleg. Hún er ættuð frá næsta bæ, Berunesi, þar sem ég var í sveit sem strákur.“ Elísa og Hrólfur skiptast á að gefa litlum lömbum úr pela. Það er þakklátt starf.Mörg járn í eldinum Svavar Pétur er grafískur hönnuður og Berglind frílans fjölmiðlakona sem á síðustu mánuðum ritstýrði tveimur ritum á Vestfjörðum. Bæði spila þau líka í tveimur böndum, Skakkamanage og Prins Póló.Berglind: „Við erum að spila talsvert í sumar. Gáfum út plötu með Skakkamanage í mars, Sounds of Merrymaking, og í vikunni kom út ný plata með Prins Póló, hún heitir Sorrí.“Svavar: „Já, svo er þriðja platan á leiðinni með kvikmyndatónlist. Við unnum í ansi mörgum verkefnum í vetur en þau voru að klárast á þeim tímapunkti sem við komum hingað.“ Hvernig er internettengingin á Karlsstöðum?Svavar: „Við erum með 3G-tengingu. Maður getur tekið það djúpt gremjukast yfir netmálum á landsbyggðinni að það borgar sig ekki að fara út í það. Þau eru svo langt, langt á eftir þéttbýlinu en stjórnvöld hafa engar áhyggjur af því.“Berglind: „Við ætluðum að taka lán hjá Byggðastofnun vegna jarðarkaupanna og stofnunin sem er til að hjálpa lífinu á landsbyggðinni setti það sem kröfu að við hefðum góða internettengingu, vitandi að þessir hlutir eru ekki í lagi.“Gamla húsið bíður þess að vera tekið í gegn. Í skúrnum á Hrólfur trommusett. Fjærst er íbúðarhúsið.Elísa er í 9. bekk grunnskólans á Djúpavogi. Hvernig líst henni á þetta sveitaævintýri? „Mér leist ekki vel á það fyrst. En það er ágætt að kynnast krökkunum í bekknum aðeins núna svo ég kvíði ekki fyrir því í allt sumar að byrja í nýjum skóla. Ég fer í 10. bekk í haust og eftir það ætla ég í Menntaskólann á Akureyri.“Berglind: „Við höfum fengið ofsalega góðar móttökur hér og höfum mikinn meðbyr. Stóra verkefnið okkar núna er að gera upp gamla bæinn og koma honum í notkun. Draumurinn er að vera þar með aðstöðu fyrir listamenn og fræðimenn og kannski vilja einhverjir dvelja þar og borga fyrir sig með því að leggja eitthvað til jarðarinnar, vinnuframlag eða listaverk.“ Svavar: „Okkur langar að rækta grænmeti, kaupa hráefni frá bændum, framleiða matvöru og selja beint frá býli. Í júní kemur ný vara frá okkur á markað sem er snakk úr gulrófum. Til að byrja með fáum við rófur á Lindarbrekku hér í Berufirði og erum að vinna úr þeim í samstarfi við Matís. Það eru líka fleiri bulsutegundir á leiðinni. Uppistaðan í þeim er bygg frá Vallanesi og það er skemmtilegt að segja frá því að Djúpivogur hefur skýra stefnu í slow food-málum.“ Berglind: „Við erum svo spennt að byrja að í sumar erum við að hugsa um að vera með bulsubás hér fyrir utan húsið, þannig að fólk sem er á ferðalagi geti haft samband við okkur og pantað bulsupartí.“ Nú er kominn tími til að gá að bornu og gefa litla bleiulambinu kost á að kynnast móður sinni svo við kíkjum í útihúsin og tökum barnavagninn með. Þar vaknar Aldís Rúna og brosir við litlu lömbunum og lífinu.Bulsur eftir uppskrift bóndans og meðlæti eru á borðum og bragðast vel.Vísir/GvaHrólfur ber pönnsurnar á borð.Aldís Rúna fær sér lúr í vagninum í fögru umhverfi.Kindurnar sem fylgdu jörðinni eru frá Svínafelli í Öræfum. Svavar Pétur segir þær skemmtilegar. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Þokan hylur Búlandstind og önnur fjöll Berufjarðar að mestu þegar við Gunnar V. Andrésson ljósmyndari brunum niður Öxi og austur ströndina. Þó grillir í tígulega klettadranga og gil ofan við bæinn Karlsstaði. Á hlaðinu tekur tíkin Píla glaðlega á móti okkur og húsbóndinn Svavar Pétur stígur út með barnavagn því Aldís Rúna, átta mánaða, ætlar að fá sér dagdúr bak við hús. Næstur birtist Hrólfur, fjögurra ára, og tilkynnir okkur að það sé lamb í eldhúsinu. Mikið rétt. Um gólfið vagar völtum fótum lítil mögótt gimbur – með bleiu. Mæðgurnar Berglind Häsler og Elísa Egilsdóttir eru að baka pönnukökur og okkur er boðið í bröns þar sem bulsur (grænmetispylsur) Svavars Péturs gegna veigamiklu hlutverki.Kallstaðir eða hvað? Svavar segir munnmæli til um að bærinn hafi heitið Kallstaðir því hægt hafi verið að kalla til Djúpavogs, yfir fjörðinn.Hrólfur: „Sko, pabbi kallar bæinn Kallstaði, allar konurnar kalla hann Konustaði og öll börnin kalla hann Barnsstaði!“ Þessi yfirlýsing vekur kátínu við borðið. Hrólfur er samt minntur á að nota inniröddina. „Þegar maður er svona mikið inni og úti til skiptis þá verður maður að eiga bæði inni- og útirödd,“ segir faðir hans til skýringar. Svo berst talið að búskapnum á Karlsstöðum og framtíðaráformunum.Svavar: „Við höfðum verið með augun opin fyrir jörð í dálítinn tíma og keyptum þessa í vor. Okkur langar að vera með blöndu af menningarstarfsemi, matvælaframleiðslu og einhvers konar ferðaþjónustu. Þetta er ekkert sem gerist á einni nóttu heldur eru þetta langtímaverkefni.“Berglind: „Það var aldrei markmiðið að gerast sauðfjárbændur en við eignuðumst 60 kindur óvænt. Ég hafði komið svona fjórum sinnum á ævinni í fjárhús áður en ég kom hingað. En kindurnar voru hér og það var ekki hægt að fara að slátra þeim að vori til.“Svavar: „Þetta er alveg passlegur fjöldi, þó að þeim fylgi hellings vinna yfir sauðburðinn. Líka mjög skemmtilegar kindur. Þær koma jörðinni dálítið vel því þá urðum við að byrja á að rétta við girðingarnar. Fyrstu lömbin fæddust í blábyrjun apríl, þegar við vorum að renna í hlað, og það komu 35 lömb í lotu en svo varð hlé um tíma. Það var dálítið gaman þegar við vorum að bólusetja þessi 35 lömb. Ég hélt á þeim en Berglind var með sprautuna á lofti eins og róbóti.“Berglind: „Já, og var allan tímann að hugsa um hvað ég ætlaði að fá mér gott kaffi þegar þetta væri búið!“Svavar: „Þegar við komum heim minnti ég hana á að við ættum eftir að merkja og marka öll lömbin. Þetta var góð leið til að hoppa beint í djúpu laugina.“Berglind: „Annars hefðum við bara haldið áfram í tölvuvinnunni og kannski gleymt okkur í henni. Við erum líka með æðarvarp og þurfum að fara daglega niður í fjöru að hlúa að hreiðrum og fæla varginn frá. Varpið á eftir að gefa vel af sér ef við sinnum því vel.“ Keyptuð þið þessa jörð dýrum dómum fyrst henni fylgja hlunnindi?Svavar: „Nei, þótt ótrúlegt sé. Það vilja allir búa þar sem þeir geta skroppið til Reykjavíkur. Við erum komin út úr þeirri pælingu. Bjuggum um tíma á Seyðisfirði og nú í vetur vorum við á Drangsnesi.“ Berglind: „Þriggja herbergja íbúðin sem við bjuggum í í Þingholtunum er talsvert hærra metin en þessi 130 hektara jörð með öllum sínum kostum og húsum. Sigurður Þorleifsson og Kristbjörg Sigurðardóttir bjuggu hér hefðbundnum búskap í 55 ár, til 2005.“ Foreldrar Berglindar eru Hafsteinn Häsler og Kristín Elísabet Guðjónsdóttir og Svavar Pétur er sonur Eysteins Péturssonar og Aldísar Hjaltadóttur. Stórfjölskyldan er þegar byrjuð að leggja frumbýlingunum lið. „Hingað mætti hópur rétt eftir að við komum á staðinn, lagði gólfefni og málaði. Það var tekið á því af alvöru,“ lýsir Svavar. „Svo er mamma væntanleg. Hún er ættuð frá næsta bæ, Berunesi, þar sem ég var í sveit sem strákur.“ Elísa og Hrólfur skiptast á að gefa litlum lömbum úr pela. Það er þakklátt starf.Mörg járn í eldinum Svavar Pétur er grafískur hönnuður og Berglind frílans fjölmiðlakona sem á síðustu mánuðum ritstýrði tveimur ritum á Vestfjörðum. Bæði spila þau líka í tveimur böndum, Skakkamanage og Prins Póló.Berglind: „Við erum að spila talsvert í sumar. Gáfum út plötu með Skakkamanage í mars, Sounds of Merrymaking, og í vikunni kom út ný plata með Prins Póló, hún heitir Sorrí.“Svavar: „Já, svo er þriðja platan á leiðinni með kvikmyndatónlist. Við unnum í ansi mörgum verkefnum í vetur en þau voru að klárast á þeim tímapunkti sem við komum hingað.“ Hvernig er internettengingin á Karlsstöðum?Svavar: „Við erum með 3G-tengingu. Maður getur tekið það djúpt gremjukast yfir netmálum á landsbyggðinni að það borgar sig ekki að fara út í það. Þau eru svo langt, langt á eftir þéttbýlinu en stjórnvöld hafa engar áhyggjur af því.“Berglind: „Við ætluðum að taka lán hjá Byggðastofnun vegna jarðarkaupanna og stofnunin sem er til að hjálpa lífinu á landsbyggðinni setti það sem kröfu að við hefðum góða internettengingu, vitandi að þessir hlutir eru ekki í lagi.“Gamla húsið bíður þess að vera tekið í gegn. Í skúrnum á Hrólfur trommusett. Fjærst er íbúðarhúsið.Elísa er í 9. bekk grunnskólans á Djúpavogi. Hvernig líst henni á þetta sveitaævintýri? „Mér leist ekki vel á það fyrst. En það er ágætt að kynnast krökkunum í bekknum aðeins núna svo ég kvíði ekki fyrir því í allt sumar að byrja í nýjum skóla. Ég fer í 10. bekk í haust og eftir það ætla ég í Menntaskólann á Akureyri.“Berglind: „Við höfum fengið ofsalega góðar móttökur hér og höfum mikinn meðbyr. Stóra verkefnið okkar núna er að gera upp gamla bæinn og koma honum í notkun. Draumurinn er að vera þar með aðstöðu fyrir listamenn og fræðimenn og kannski vilja einhverjir dvelja þar og borga fyrir sig með því að leggja eitthvað til jarðarinnar, vinnuframlag eða listaverk.“ Svavar: „Okkur langar að rækta grænmeti, kaupa hráefni frá bændum, framleiða matvöru og selja beint frá býli. Í júní kemur ný vara frá okkur á markað sem er snakk úr gulrófum. Til að byrja með fáum við rófur á Lindarbrekku hér í Berufirði og erum að vinna úr þeim í samstarfi við Matís. Það eru líka fleiri bulsutegundir á leiðinni. Uppistaðan í þeim er bygg frá Vallanesi og það er skemmtilegt að segja frá því að Djúpivogur hefur skýra stefnu í slow food-málum.“ Berglind: „Við erum svo spennt að byrja að í sumar erum við að hugsa um að vera með bulsubás hér fyrir utan húsið, þannig að fólk sem er á ferðalagi geti haft samband við okkur og pantað bulsupartí.“ Nú er kominn tími til að gá að bornu og gefa litla bleiulambinu kost á að kynnast móður sinni svo við kíkjum í útihúsin og tökum barnavagninn með. Þar vaknar Aldís Rúna og brosir við litlu lömbunum og lífinu.Bulsur eftir uppskrift bóndans og meðlæti eru á borðum og bragðast vel.Vísir/GvaHrólfur ber pönnsurnar á borð.Aldís Rúna fær sér lúr í vagninum í fögru umhverfi.Kindurnar sem fylgdu jörðinni eru frá Svínafelli í Öræfum. Svavar Pétur segir þær skemmtilegar.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira