59 Bond-bílar til sölu í einu lagi Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 15:08 Einn af bílum safnins, Aston Martin. Árið 2011 keypti moldríkur bandarískur fasteignaeigandi nokkra tugi af bílum sem notaðir hafa verið í James Bond myndum í einu lagi af Bond Museum í Keswick í Bretlandi. Síðan þá hefur hann bætt nokkrum Bond-bílum við safn sitt sem telur nú 59 bíla og að auki mótorhjólum, sjóköttum, skriðdrekum og þúsundum mynda og plakata frá tökum myndanna. Þetta safn hans er að vonum stærsta safn Bond-bíla sem til er og nú er það til sölu í einu lagi og ekki er hægt að kaupa einstaka bíla. Verðið á safninu er 3,75 milljarðar króna. Meðal bílanna á safni eigandans eru 6 Aston Martin bílar frá myndunum Goldeneye, Die Another Day og The Living Daylights. Einnig er að finna þar Lotus Esprit frá myndinni The Spy Who Loved Me. Einnig Audi A5 og Land Rover Defender úr Skyfall og skriðdreka úr myndinni From Russia With Love. Einnig má þar finna Renault 11 úr myndinni A View to a Kill. Þá er bara að bjóða í og prútta verðið örlítið niður! Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent
Árið 2011 keypti moldríkur bandarískur fasteignaeigandi nokkra tugi af bílum sem notaðir hafa verið í James Bond myndum í einu lagi af Bond Museum í Keswick í Bretlandi. Síðan þá hefur hann bætt nokkrum Bond-bílum við safn sitt sem telur nú 59 bíla og að auki mótorhjólum, sjóköttum, skriðdrekum og þúsundum mynda og plakata frá tökum myndanna. Þetta safn hans er að vonum stærsta safn Bond-bíla sem til er og nú er það til sölu í einu lagi og ekki er hægt að kaupa einstaka bíla. Verðið á safninu er 3,75 milljarðar króna. Meðal bílanna á safni eigandans eru 6 Aston Martin bílar frá myndunum Goldeneye, Die Another Day og The Living Daylights. Einnig er að finna þar Lotus Esprit frá myndinni The Spy Who Loved Me. Einnig Audi A5 og Land Rover Defender úr Skyfall og skriðdreka úr myndinni From Russia With Love. Einnig má þar finna Renault 11 úr myndinni A View to a Kill. Þá er bara að bjóða í og prútta verðið örlítið niður!
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent