Matur

Heilsugengið - Berglind læknaði son sinn af tourette með breyttu mataræði

Valgerður Matthíasdóttir skrifar

Í þættinum að þessu sinni heyrum við ótrúlega reynslusögu athafnakonunnar og höfundar bókanna Heilsuréttir fjölskyldunnar, Berglindar Sigmarsdóttur, en hún ásamt eiginmanni sínum læknaði son sinn af einkennum tourette sjúkdómsins með því að breyta alveg mataræði fjölskyldunnar.

Fjölmiðlakonan Þórunn Högna fær ráð hjá Þorbjörgu Hafsteins um breytt mataræði vegna exems sem hún fær þegar hún er undir allt of miklu álagi.

Og Solla Eiríks býr til eitt besta "brauð" sem Vala hefur smakkað en það má borða sem orkubita og nammi enda með súkkulaðibitum. Algjört sælgæti.

Bananabrauð

5 miðlungsstórir bananar

1 dl kókosolía

1 dl hlynsýróp

2/3 dl möndlumjólk

1 tsk vanilla

2 1/2 dl malaðar möndlur

2 1/2 dl psyllum husk

2 dl saxaðar pekan/valhnetur

2 dl gróft saxað dökkt súkkulaði

1 dl graskerjafræ

2 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk salt



Setjið banana + kókosolíu + hlynsýróp + möndlumjólk + vanillu í blandara og blandið saman. Blandið restinni af uppskriftinni saman í skál og hellið bananablöndunni yfir og hrærið saman. Bakið við 185°C í 30 mín, takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 5 mín. Kælið áður en þið skerið brauðið. 

Mangónammi

100g kasjúhnetur

100g þurrkað mangó, skorið í minni bita

50g kókosmjöl

1 msk vanilla

1 msk límónuhýði

1/2 tsk ashwagandha

1/4 tsk turmerik

smá sjávarsalt

1 msk vatn



Byrjið á að setja kasjúhnetur í matvinnsluvél og mala ferkar smátt, bætið restinni af uppskriftinni útí og klárið að blanda þar til þetta klístrast vel saman. Mótið litlar kúlur sem þið veltið upp úr kókosmjöli. Geymist í frysti eða ísskáp. 


Tengdar fréttir

Við verðum að læra að anda

Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti hefur búið í Danmörku í rúmlega þrjátíu ár en er með annan fótinn á Íslandi og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem varða heilbrigðan lífsstíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×