Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júní 2014 11:52 Jeppe Hansen skoraði bæði mörkin. Vísir/Daníel Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld en Framarar komust 1-0 yfir í leiknum en Stjörnumenn komu til baka og gerðu tvö mörk. Gestirnir úr Garðabæ léku einum leikmanni færri í nánast klukkustund í kvöld en þeir fengu rautt spjald í fyrri hálfleiknum. Jeppe Hansen skoraði bæði mörk Stjörnunnar í kveðjuleik sínum. Leikurinn hófst heldur fjörlega en heimamenn í Fram voru aðeins þrjár mínútur að skora fyrsta markið. Þar var að verki Ásgeir Marteinsson sem þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan teig, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Markið kom eins og köld vatnsgusa fyrir gestina sem ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Stjörnumenn fengu nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleiknum en Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, var alltaf vel vakandi í rammanum og varði nokkrum sinnum virkilega vel. Þegar tíu mínútur voru eftir kom annað áfall fyrir gestina úr Garðabæ en Atli Jóhannsson fékk þá að líta beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu á Hauk Baldvinsson sem lá óvígur í nokkrar mínútur eftir. Rétt ákvörðun hjá Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins. Stjörnumenn voru heldur vankaðir eftir spjaldið og náði ekki að setja mark sitt á leikinn fyrir hálfleik. Staðan var því 1-0 eftir 45 mínútur. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leik í síðari hálfleiknum og það mátti ekki sjá að þeir væru einum leikmanni færri. Liðið ógnaði ítrekað að marki Fram sem endaði með frábæru marki frá Jeppe Hansen, framherja liðsins. Hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Framara, tók snyrtilegan snúning framhjá Jóhannesi Karli í vörn Fram og lagði boltann frábærlega í netið. Jeppe hafði þá skorað í fjórum leikjum í röð í Pepsi-deildinni.Markið hafði heldur betur legið í loftinu og Garðbæingar ætluðu sér greinilega að ná í stigin þrjú því þeir héldu áfram pressunni. Stjörnumenn náðu því að skora annað mark á 82. mínútu leiksins og kom það eftir hornspyrnu. Aftur var það Jeppe Hansen sem kom boltanum í netið af miklu harðfylgi. Veigar Páll tók hornspyrnu og boltinn barst til Jeppe sem snéri baki í markið og kom boltanum einhvernvegin í netið. Ótrúlega vel gert hjá Jeppanum sem fór mikinn á vellinum í kvöld. Jeppe er því að kveðja Stjörnumenn einstaklega vel í kvöld en samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðarmótin en hann er búinn að semja við Frederica í dönsku B-deildinni. Stjörnumenn unnu að lokum leikinn eftir magnaðan leik. Þeir voru einum leikmanni færri frá 35. mínútu leiksins og gerðu ótrúlega vel í síðari hálfleiknum. Stjarnan er því komið með 22 stig í deildinni og hafa ekki enn tapað leik. Framarar eru sem fyrr með níu stig. Rúnar: Hrikalegt að missa Jeppe„Þetta var bara æðislegt, þvílíkur karakter í liðinu,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við ákváðum í hálfleik að fara hærra á þá og setja enn meiri pressu, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri.“ Rúnar segir að mörkin frá Jeppe í kvöld hafi verið frábær og þá sérstaklega það fyrra. „Það er hrikalegt fyrir okkur að missa hann á þessum tímapunkti en það verður bara að koma maður í manns stað.“ Jeppe: Fallegasta mark sem ég hef skorað, hlakka til að sjá það í sjónvarpinu„Ég get ekki kvatt Stjörnuna á betri hátt,“ segir Jeppe Hansen eftir leikinn. „Tvö mörk og algjör liðssigur í kvöld. Þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Við vorum ekki góðir í upphafi leiksins en eftir það fannst mér liðið alltaf sýna betri takta en Framarar.“ Fyrra mark Jeppe var að dýrari gerðinni og virkilega flott, hans langfallegasta í sumar. „Þetta er án efa fallegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Ég hlakka til að sjá markið aftur í sjónvarpinu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld en Framarar komust 1-0 yfir í leiknum en Stjörnumenn komu til baka og gerðu tvö mörk. Gestirnir úr Garðabæ léku einum leikmanni færri í nánast klukkustund í kvöld en þeir fengu rautt spjald í fyrri hálfleiknum. Jeppe Hansen skoraði bæði mörk Stjörnunnar í kveðjuleik sínum. Leikurinn hófst heldur fjörlega en heimamenn í Fram voru aðeins þrjár mínútur að skora fyrsta markið. Þar var að verki Ásgeir Marteinsson sem þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan teig, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Markið kom eins og köld vatnsgusa fyrir gestina sem ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Stjörnumenn fengu nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleiknum en Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, var alltaf vel vakandi í rammanum og varði nokkrum sinnum virkilega vel. Þegar tíu mínútur voru eftir kom annað áfall fyrir gestina úr Garðabæ en Atli Jóhannsson fékk þá að líta beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu á Hauk Baldvinsson sem lá óvígur í nokkrar mínútur eftir. Rétt ákvörðun hjá Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins. Stjörnumenn voru heldur vankaðir eftir spjaldið og náði ekki að setja mark sitt á leikinn fyrir hálfleik. Staðan var því 1-0 eftir 45 mínútur. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leik í síðari hálfleiknum og það mátti ekki sjá að þeir væru einum leikmanni færri. Liðið ógnaði ítrekað að marki Fram sem endaði með frábæru marki frá Jeppe Hansen, framherja liðsins. Hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Framara, tók snyrtilegan snúning framhjá Jóhannesi Karli í vörn Fram og lagði boltann frábærlega í netið. Jeppe hafði þá skorað í fjórum leikjum í röð í Pepsi-deildinni.Markið hafði heldur betur legið í loftinu og Garðbæingar ætluðu sér greinilega að ná í stigin þrjú því þeir héldu áfram pressunni. Stjörnumenn náðu því að skora annað mark á 82. mínútu leiksins og kom það eftir hornspyrnu. Aftur var það Jeppe Hansen sem kom boltanum í netið af miklu harðfylgi. Veigar Páll tók hornspyrnu og boltinn barst til Jeppe sem snéri baki í markið og kom boltanum einhvernvegin í netið. Ótrúlega vel gert hjá Jeppanum sem fór mikinn á vellinum í kvöld. Jeppe er því að kveðja Stjörnumenn einstaklega vel í kvöld en samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðarmótin en hann er búinn að semja við Frederica í dönsku B-deildinni. Stjörnumenn unnu að lokum leikinn eftir magnaðan leik. Þeir voru einum leikmanni færri frá 35. mínútu leiksins og gerðu ótrúlega vel í síðari hálfleiknum. Stjarnan er því komið með 22 stig í deildinni og hafa ekki enn tapað leik. Framarar eru sem fyrr með níu stig. Rúnar: Hrikalegt að missa Jeppe„Þetta var bara æðislegt, þvílíkur karakter í liðinu,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við ákváðum í hálfleik að fara hærra á þá og setja enn meiri pressu, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri.“ Rúnar segir að mörkin frá Jeppe í kvöld hafi verið frábær og þá sérstaklega það fyrra. „Það er hrikalegt fyrir okkur að missa hann á þessum tímapunkti en það verður bara að koma maður í manns stað.“ Jeppe: Fallegasta mark sem ég hef skorað, hlakka til að sjá það í sjónvarpinu„Ég get ekki kvatt Stjörnuna á betri hátt,“ segir Jeppe Hansen eftir leikinn. „Tvö mörk og algjör liðssigur í kvöld. Þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Við vorum ekki góðir í upphafi leiksins en eftir það fannst mér liðið alltaf sýna betri takta en Framarar.“ Fyrra mark Jeppe var að dýrari gerðinni og virkilega flott, hans langfallegasta í sumar. „Þetta er án efa fallegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Ég hlakka til að sjá markið aftur í sjónvarpinu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira