Ofurgræjukeppni Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 09:42 Ef efna ætti til spennandi ofurbílakeppni kæmu bílarnir Porsche 918 Spyder og McLaren P1 líklega fljótt upp í hugann. Það var einmitt það sem breska bílatímaritið Autocar taldi að væri hvað mest spennandi einvígi meðal slíkra bíla. Autocar bauð einnig Ferrari La Ferrari að taka þátt í þessu einvígi, en svo virðist sem þeir hafi ekki þorað. Þeir hjá Autocar bættu reyndar við einu alöflugasta mótorhjóli sem framleitt er, Ducati 1199 Superleggera og fær það að taka sprettinn líka. Þessum þremur ofurgræjum var att saman á flugbraut með nægt pláss og óhætt er að segja að keppnin milli þeirra hafi verið jöfn. Öll farartækin eru fær um akstur á yfir 320 km hraða og öll enda þau kapphlaupið á meiri hraða. Svo aðeins sé rýnt í ökutækin, er Porsche 918 Spyder 887 hestöfl, McLaren P1 903 hestöfl og Ducati mótorhjólið yfir 200 hestöfl þrátt fyrir að vega aðeins um 150 kíló. Porsche 918 hefur það fram yfir McLaren P1 að vera fjórhjóladrifinn, en McLaren bíllinn skartar fleiri hestöflum. Full ástæða er til að skoða hvaða farartæki hefur best. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent
Ef efna ætti til spennandi ofurbílakeppni kæmu bílarnir Porsche 918 Spyder og McLaren P1 líklega fljótt upp í hugann. Það var einmitt það sem breska bílatímaritið Autocar taldi að væri hvað mest spennandi einvígi meðal slíkra bíla. Autocar bauð einnig Ferrari La Ferrari að taka þátt í þessu einvígi, en svo virðist sem þeir hafi ekki þorað. Þeir hjá Autocar bættu reyndar við einu alöflugasta mótorhjóli sem framleitt er, Ducati 1199 Superleggera og fær það að taka sprettinn líka. Þessum þremur ofurgræjum var att saman á flugbraut með nægt pláss og óhætt er að segja að keppnin milli þeirra hafi verið jöfn. Öll farartækin eru fær um akstur á yfir 320 km hraða og öll enda þau kapphlaupið á meiri hraða. Svo aðeins sé rýnt í ökutækin, er Porsche 918 Spyder 887 hestöfl, McLaren P1 903 hestöfl og Ducati mótorhjólið yfir 200 hestöfl þrátt fyrir að vega aðeins um 150 kíló. Porsche 918 hefur það fram yfir McLaren P1 að vera fjórhjóladrifinn, en McLaren bíllinn skartar fleiri hestöflum. Full ástæða er til að skoða hvaða farartæki hefur best.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent