Seðlabankinn varar við sýndarfé Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 16:36 Vísir/Pjetur Seðlabanki Íslands varar við notkun sýndarfés, eða stafrænum skiptimiðli. Segir bankinn að Bitcoin sé þekkt dæmi um sýndarfé og nú berist fréttir af sérstöku sýndarfé fyrir Íslandi, Auroracoin. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að hvorki Auroracoin né Bitcoin sé viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. „Vert er að minna á að hér á landi hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar.“ Þá segir einnig að sýndarfé sé ekki heldur skilgreint sem rafeyrir. Ennfremur segir að notkun sýndarfjár falli utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. „Að baki útgáfu Auroracoin stendur ekki starfsleyfisskyldur aðili háður eftirliti fjármálaeftirlitsstofnunar, frekar en að baki Bitcoin og sambærilegs sýndarfjár, eftir því sem næst verður komist.“ „Stjórnvöld og löggjafarþing hvarvetna standa nú frammi fyrir því krefjandi viðfangsefni að eyða lagalegu tómarúmi sem að sýndarfé snýr. Á vettvangi ESB er unnið að lausn sem væntanlega mun felast í breytingum á samevrópsku regluverki.“ Mat bankans er að notkun og/eða viðskipti með sýndarfé hér á landi hafi ekki áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Seðlabankinn metur einnig að ekki sé til staðar heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri af fjármálafyrirtæki hér á landi eða til flutnings erlends gjaldeyris á milli landa, grundvelli viðskipta með sýndarfé. „Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýndarfé takmörkunum háð á Íslandi.“ Þá segir í tilkynningunni að notkun sýndarfjár geti fylgt mikil áhætta því reynslan sýni að virði sýndarfjár í viðurkenndum gjaldeyrum sveiflist mikið. Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09 Höfundur Bitcoin fundinn Hinn eftirsótti Satoshi Nakamoto er kominn í leitirnar. 6. mars 2014 19:45 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Seðlabanki Íslands varar við notkun sýndarfés, eða stafrænum skiptimiðli. Segir bankinn að Bitcoin sé þekkt dæmi um sýndarfé og nú berist fréttir af sérstöku sýndarfé fyrir Íslandi, Auroracoin. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að hvorki Auroracoin né Bitcoin sé viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. „Vert er að minna á að hér á landi hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar.“ Þá segir einnig að sýndarfé sé ekki heldur skilgreint sem rafeyrir. Ennfremur segir að notkun sýndarfjár falli utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. „Að baki útgáfu Auroracoin stendur ekki starfsleyfisskyldur aðili háður eftirliti fjármálaeftirlitsstofnunar, frekar en að baki Bitcoin og sambærilegs sýndarfjár, eftir því sem næst verður komist.“ „Stjórnvöld og löggjafarþing hvarvetna standa nú frammi fyrir því krefjandi viðfangsefni að eyða lagalegu tómarúmi sem að sýndarfé snýr. Á vettvangi ESB er unnið að lausn sem væntanlega mun felast í breytingum á samevrópsku regluverki.“ Mat bankans er að notkun og/eða viðskipti með sýndarfé hér á landi hafi ekki áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Seðlabankinn metur einnig að ekki sé til staðar heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri af fjármálafyrirtæki hér á landi eða til flutnings erlends gjaldeyris á milli landa, grundvelli viðskipta með sýndarfé. „Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýndarfé takmörkunum háð á Íslandi.“ Þá segir í tilkynningunni að notkun sýndarfjár geti fylgt mikil áhætta því reynslan sýni að virði sýndarfjár í viðurkenndum gjaldeyrum sveiflist mikið.
Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09 Höfundur Bitcoin fundinn Hinn eftirsótti Satoshi Nakamoto er kominn í leitirnar. 6. mars 2014 19:45 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35
Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09
Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48
Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01