Lífið

Vill bara rauð M&M

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carl Craig setur fram skemmtilega kröfu.
Carl Craig setur fram skemmtilega kröfu. visir/getty
Plötusnúðurinn Carl Craig mun koma fram á tónlistahátíðinni Secret Solstice í sumar en hann er einn af fjölmörgum þekktum erlendum plötusnúðum sem koma fram á hátíðinni.

Carl Craig er þekktur fyrir að halda úti einkennilegum kröfum á því sem hann vill hafa tilbúið baksviðs fyrir og eftir tónleika.

Sem dæmi um kröfur fyrir hátíðina í sumar vill Carl að tónleikahaldarar velji úr marglita M&M pokum bara rauð M&M sem hann vill hafa tilbúið í skál eftir að hann stígur af sviði í sumar.

„Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims,“ sagði Friðrik Ólafsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar í samtali við Fréttablaðið í febrúar.

Fjöldi listamanna hefur boðað komu sína hingað til lands en meðal þeirra tónlistarmanna sem koma eru Massive Attack og Woodkid.

Tónlistahátíðin fer fram í Laugardalnum frá 20. - 22. júní í sumar.




Tengdar fréttir

„Gáfum aldrei út dánartilkynningu“

Hljómsveitin Maus hefur snúið aftur og ætlar að vera virk þetta árið. Sveitin er bókuð á þrjár tónleikahátíðir á árinu en er þó ekki viss um hvort ný plata sé væntanleg.

Ný tónlistarhátíð í Laugardalnum í sumar

Ný tónlistarhátíð verður haldin í Laugardalnum í júní. Breska hljómsveitin Massive Attack verður aðalatriðið á hátíðinni, en skipuleggjendur gera ráð fyrir að yfir þrjú þúsund erlendum tónleikagestum hingað til lands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.