Brimborg frumsýnir Volvo S60 R-Design Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 09:54 Á laugardaginn mun Brimborg frumsýna nýjan Volvo S60 R-Design með nýrri D4 Drive-E vél. Hún er 181 hestafl og tog hennar 400 Nm. Með 8 þrepa sjálfskiptingu er bíllinn 7,4 sekúndur frá 0-100 km/klst. CO2 losunin er einungis 109 g/km og eyðslan aðeins 4,2 l/100 km í bönduðum akstri. Þetta er fyrsta vélin sem Volvo kynnir með 8 þrepa sjálfskiptingu. Með 6 gíra beinskiptingu er hann 6,9 sekúndur frá 0-100 km/klst. CO2 losunin er 99 g/km og eyðslan 3,8 l/100 km. Þetta eru tölur sem ekki hafa sést áður og nýtt innspýtingarkerfi Volvo sem kallast i-ART spilar stóran þátt í árangrinum. Í hverjum innsprautunarspíss er lítil tölva sem stýrir af mikilli nákvæmni þrýstingnum sem fer inn í brunahólfin. Með meiri þrýstingi og nákvæmari tímasetningu á eldsneytisinnsprautuninni næst fram mun betri nýting á eldsneytinu sem aftur þýðir minni eyðsla og meira afl. R-Design útgáfan innifelur meðal annars breiðari framstuðara, sérstakan vindkljúf neðan á afturstuðara og sverari púststúta. Hliðarspeglar, gluggarammar og grill eru með mattri satínáferð. Bíllinn er jafnframt með sérstakri sportfjöðrun og kemur á 18“ álfelgum. Að innan er hann búinn sportinnréttingu, R-Design sportsætum, High Performance hljómtækum, leðurklæddu stýri með álrönd og R-Design merki, TFT digital mælaborði með bláum skífum, pedölum úr áli, sérstöku álklæddu stjórnborði og hurðarhlífum. Volvo S60 bíllinn er hlaðinn nýjustu tækni og öryggisbúnaði. Stöðugleikastýring bílsins leyfir sportlegri akstur og sérstök beygjuspólvörn leyfir hraðari beygjur með meiri mýkt og öryggi en áður. Í kröppum beygjum er hemlun sett á innra hjólið en jafnframt aflið aukið á ytra hjólið á sama tíma. Við það verður hægt að taka beygjuna á meiri hraða og af meira öryggi. Sex öryggispúðar tryggja öryggi farþega. Styrktarbitar úr hástyrktarstáli eru í hurðum og ISO-fix barnabílstólafestingar eru til staðar í aftursætum. DSTC stöðugleikastýrikerfi með spólvörn, ABS hemlakerfi, nálægðarskynjari í afturstuðara, brekkubremsa (Hill Descent Control), háls- og bakhnykksvörn í framsætum er einnig staðalbúnaður ásamt City Safety öryggiskerfinu með sjálfvirkri bremsun. Hún kemur í veg fyrir ákeyrslur í umferð að 50 km hraða, fylgist með fjarlægð milli bílsins og næsta bíls (eða hindrun) fyrir framan og nauðhemlar ef ökumaður bregst ekki við mögulegri ákeyrslu. Verð Volvo S60 er 5.990.000 kr. fyrir beinskiptan bíl og 6.690.000 kr. með sjálfskiptingu. Nýja D4 Drive-E vélin er einnig fáanleg í Volvo V60, Volvo S80 og Volvo V70. Á frumsýningardegi bílsins á laugardag verður opið milli 12 og 16 í Brimborg á Bíldshöfða 6.Snotur S60 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Á laugardaginn mun Brimborg frumsýna nýjan Volvo S60 R-Design með nýrri D4 Drive-E vél. Hún er 181 hestafl og tog hennar 400 Nm. Með 8 þrepa sjálfskiptingu er bíllinn 7,4 sekúndur frá 0-100 km/klst. CO2 losunin er einungis 109 g/km og eyðslan aðeins 4,2 l/100 km í bönduðum akstri. Þetta er fyrsta vélin sem Volvo kynnir með 8 þrepa sjálfskiptingu. Með 6 gíra beinskiptingu er hann 6,9 sekúndur frá 0-100 km/klst. CO2 losunin er 99 g/km og eyðslan 3,8 l/100 km. Þetta eru tölur sem ekki hafa sést áður og nýtt innspýtingarkerfi Volvo sem kallast i-ART spilar stóran þátt í árangrinum. Í hverjum innsprautunarspíss er lítil tölva sem stýrir af mikilli nákvæmni þrýstingnum sem fer inn í brunahólfin. Með meiri þrýstingi og nákvæmari tímasetningu á eldsneytisinnsprautuninni næst fram mun betri nýting á eldsneytinu sem aftur þýðir minni eyðsla og meira afl. R-Design útgáfan innifelur meðal annars breiðari framstuðara, sérstakan vindkljúf neðan á afturstuðara og sverari púststúta. Hliðarspeglar, gluggarammar og grill eru með mattri satínáferð. Bíllinn er jafnframt með sérstakri sportfjöðrun og kemur á 18“ álfelgum. Að innan er hann búinn sportinnréttingu, R-Design sportsætum, High Performance hljómtækum, leðurklæddu stýri með álrönd og R-Design merki, TFT digital mælaborði með bláum skífum, pedölum úr áli, sérstöku álklæddu stjórnborði og hurðarhlífum. Volvo S60 bíllinn er hlaðinn nýjustu tækni og öryggisbúnaði. Stöðugleikastýring bílsins leyfir sportlegri akstur og sérstök beygjuspólvörn leyfir hraðari beygjur með meiri mýkt og öryggi en áður. Í kröppum beygjum er hemlun sett á innra hjólið en jafnframt aflið aukið á ytra hjólið á sama tíma. Við það verður hægt að taka beygjuna á meiri hraða og af meira öryggi. Sex öryggispúðar tryggja öryggi farþega. Styrktarbitar úr hástyrktarstáli eru í hurðum og ISO-fix barnabílstólafestingar eru til staðar í aftursætum. DSTC stöðugleikastýrikerfi með spólvörn, ABS hemlakerfi, nálægðarskynjari í afturstuðara, brekkubremsa (Hill Descent Control), háls- og bakhnykksvörn í framsætum er einnig staðalbúnaður ásamt City Safety öryggiskerfinu með sjálfvirkri bremsun. Hún kemur í veg fyrir ákeyrslur í umferð að 50 km hraða, fylgist með fjarlægð milli bílsins og næsta bíls (eða hindrun) fyrir framan og nauðhemlar ef ökumaður bregst ekki við mögulegri ákeyrslu. Verð Volvo S60 er 5.990.000 kr. fyrir beinskiptan bíl og 6.690.000 kr. með sjálfskiptingu. Nýja D4 Drive-E vélin er einnig fáanleg í Volvo V60, Volvo S80 og Volvo V70. Á frumsýningardegi bílsins á laugardag verður opið milli 12 og 16 í Brimborg á Bíldshöfða 6.Snotur S60
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent