Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 31-27 | Þriðji sigur FH í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 23. október 2014 15:40 Vísir/Valli FH lagði Stjörnuna 31-27 á heimavelli sínum að Kaplakrika í Olís deild karla í handbolta í kvöld. FH var 14-13 yfir í hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og skoraði Stjarnan sitt fyrsta mark ekki fyrr en á sjöundu mínútu en þá hafði FH skorað tvö fyrstu mörk leiksins. Aðeins fimm mörk voru skoruð tólf fyrstu mínútur leiksins og hafði FH skorað fjögur þeirra en þá breyttist leikurinn á augabragði. Varnir liðanna sem voru góðar í byrjun leiks opnuðust upp á gátt. FH náði mest fjögurra marka forystu en Stjarnan náði alltaf að narta í hælana á FH og minnka muninn og var FH aðeins einu marki yfir í hálfleik. Stjarnan náði að loka betur á sókn FH seint í fyrri hálfleiknum auk þess sem Sigurður Ingiberg Ólafsson átti góða innkomu í mark Stjörnunnar. Stjarnan náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks en þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum skildu leiðir. FH lokaði vörninni með Ágúst Elí Björgvinsson sterkan í markinu og náði að skora níu mörk gegn tveimur á tólf mínútna kafla sem gerði út um leikinn. FH keyrði öflug hraðaupphlaup auk þess sem allt gekk upp hjá liðinu á þessum kafla leiksins. Stjarnan náði að minnka muninn í lokin eftir að FH hafði skipt lykilmönnum útaf en það var of lítið og of seint til að ógna sigri Hafnfirðinga. Þriðji sigur FH í röð staðreynd og liðið komið í annað sæti deildarinnar en Stjarnan féll á botninn með ósigrinum þar sem HK lagði Aftureldingu á sama tíma. Benedikt: Eiginlega rúlluðum yfir þá„Við tókum sömu baráttu, kraftinn og greddu og í síðasta leik. Við vorum hrikalega kraftmiklir og vissum að það tæki tíma að slíta þá frá okkur og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Benedikt Reynir Kristinsson sem lék afbrags vel í liði FH og nýtti öll sex skotin sín í leiknum. „Þeir fengu mikið af hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og þetta var bara eitt mark í hálfleik en við vissum að þetta tæki tíma. Við þurftum smá tíma í seinni hálfleik til að losa þá frá okkur. „Við settum í fimmta gír og eiginlega rúlluðum yfir þá. Varnarleikurinn var mjög sterkur og Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) varði vel í seinni hálfleik. Það var það og hraðaupphlaup sem skiluðu þessum sigri,“ sagði Benedikt. Eftir tvö töp í röð í kjölfarið á sigri á erkifjendunum í Haukum hefur FH nú unnið þrjá nokkuð örugga sigra í röð. „Þetta lítur vel út. Við fórum ekkert á taugum við að tapa tveimur leikjum gegn ÍR og Aftureldingu. Við erum að bæta okkur jafnt og þétt. Það er stígandi í liðinu og góð stemning. „Við erum með flottan hóp og ætlum okkur að gera flotta hluti. Þetta lítur vel út eins og er,“ sagði Benedikt. Björn Ingi: Margir ljósir punktar í þessum leik„Við fáum örugglega eitthvað í kringum tíu hraðaupphlaup á okkur sem er allt of mikið. Við erum seinir til baka,“ sagði Björn Ingi Friðþjófsson markvörður Stjörnunnar. „Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel en svo komum við til baka og það var jafnræði með liðunum í hálfleik. Síðan er þetta jafnt fyrstu tíu í seinni hálfleik en svo fáum við allt of mikið af hraðaupphlaupum á okkur. „Það eru margir ljósir punktar í þessum leik. Þetta var miklu betri leikur en gegn Fram í síðustu umferð. Ég held að það geti allir verið sammála um það,“ sagði Björn Ingi sem hafði ekkert út á þær fjórar brottvísanir sem Stjarnan fékk í seinni hálfleik að setja á þeim kafla sem gerði út um leikinn. „Mér fannst dómararnir allt í lagi. Þetta var enginn skandall. Þeir kunna alveg að dæma þessir strákar. „Ég er sáttur mjög nokkuð margar stráka í þessum leik. Það var bara svekkjandi að geta ekki verið með þetta jafnt fram á síðustu og svo taka þetta, það hefur vantað svolítið hjá okkur. „Það var allt of mikið að missa þetta í sjö mörk. Við pressum á þá í lokin og þeir lenda í vandræðum og við hefðum kannski mátt byrja á þessu fyrr eða ekki lenda sjö mörkum undir,“ sagði Björn Ingi léttur í lokin. Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
FH lagði Stjörnuna 31-27 á heimavelli sínum að Kaplakrika í Olís deild karla í handbolta í kvöld. FH var 14-13 yfir í hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og skoraði Stjarnan sitt fyrsta mark ekki fyrr en á sjöundu mínútu en þá hafði FH skorað tvö fyrstu mörk leiksins. Aðeins fimm mörk voru skoruð tólf fyrstu mínútur leiksins og hafði FH skorað fjögur þeirra en þá breyttist leikurinn á augabragði. Varnir liðanna sem voru góðar í byrjun leiks opnuðust upp á gátt. FH náði mest fjögurra marka forystu en Stjarnan náði alltaf að narta í hælana á FH og minnka muninn og var FH aðeins einu marki yfir í hálfleik. Stjarnan náði að loka betur á sókn FH seint í fyrri hálfleiknum auk þess sem Sigurður Ingiberg Ólafsson átti góða innkomu í mark Stjörnunnar. Stjarnan náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks en þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum skildu leiðir. FH lokaði vörninni með Ágúst Elí Björgvinsson sterkan í markinu og náði að skora níu mörk gegn tveimur á tólf mínútna kafla sem gerði út um leikinn. FH keyrði öflug hraðaupphlaup auk þess sem allt gekk upp hjá liðinu á þessum kafla leiksins. Stjarnan náði að minnka muninn í lokin eftir að FH hafði skipt lykilmönnum útaf en það var of lítið og of seint til að ógna sigri Hafnfirðinga. Þriðji sigur FH í röð staðreynd og liðið komið í annað sæti deildarinnar en Stjarnan féll á botninn með ósigrinum þar sem HK lagði Aftureldingu á sama tíma. Benedikt: Eiginlega rúlluðum yfir þá„Við tókum sömu baráttu, kraftinn og greddu og í síðasta leik. Við vorum hrikalega kraftmiklir og vissum að það tæki tíma að slíta þá frá okkur og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Benedikt Reynir Kristinsson sem lék afbrags vel í liði FH og nýtti öll sex skotin sín í leiknum. „Þeir fengu mikið af hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og þetta var bara eitt mark í hálfleik en við vissum að þetta tæki tíma. Við þurftum smá tíma í seinni hálfleik til að losa þá frá okkur. „Við settum í fimmta gír og eiginlega rúlluðum yfir þá. Varnarleikurinn var mjög sterkur og Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) varði vel í seinni hálfleik. Það var það og hraðaupphlaup sem skiluðu þessum sigri,“ sagði Benedikt. Eftir tvö töp í röð í kjölfarið á sigri á erkifjendunum í Haukum hefur FH nú unnið þrjá nokkuð örugga sigra í röð. „Þetta lítur vel út. Við fórum ekkert á taugum við að tapa tveimur leikjum gegn ÍR og Aftureldingu. Við erum að bæta okkur jafnt og þétt. Það er stígandi í liðinu og góð stemning. „Við erum með flottan hóp og ætlum okkur að gera flotta hluti. Þetta lítur vel út eins og er,“ sagði Benedikt. Björn Ingi: Margir ljósir punktar í þessum leik„Við fáum örugglega eitthvað í kringum tíu hraðaupphlaup á okkur sem er allt of mikið. Við erum seinir til baka,“ sagði Björn Ingi Friðþjófsson markvörður Stjörnunnar. „Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel en svo komum við til baka og það var jafnræði með liðunum í hálfleik. Síðan er þetta jafnt fyrstu tíu í seinni hálfleik en svo fáum við allt of mikið af hraðaupphlaupum á okkur. „Það eru margir ljósir punktar í þessum leik. Þetta var miklu betri leikur en gegn Fram í síðustu umferð. Ég held að það geti allir verið sammála um það,“ sagði Björn Ingi sem hafði ekkert út á þær fjórar brottvísanir sem Stjarnan fékk í seinni hálfleik að setja á þeim kafla sem gerði út um leikinn. „Mér fannst dómararnir allt í lagi. Þetta var enginn skandall. Þeir kunna alveg að dæma þessir strákar. „Ég er sáttur mjög nokkuð margar stráka í þessum leik. Það var bara svekkjandi að geta ekki verið með þetta jafnt fram á síðustu og svo taka þetta, það hefur vantað svolítið hjá okkur. „Það var allt of mikið að missa þetta í sjö mörk. Við pressum á þá í lokin og þeir lenda í vandræðum og við hefðum kannski mátt byrja á þessu fyrr eða ekki lenda sjö mörkum undir,“ sagði Björn Ingi léttur í lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira