Sem betur fer uppgötvaðist vírinn áður en nokkur hjólaði á hann og var það gangandi vegfarandi sem tilkynnti lögreglu um hann. Á síðustu 10 árum eru þekkt meira en tugur slíkra tilfella víða um heim sem valdið hafa slysum en í mörgum tilfellum hefur verknaðurinn uppgötvast áður en slys hlaust af.
Ekki var þó Greg Burkett þó svo heppinn fyrir skömmu er hann var að hjóla í Ástralíu, en sauma þurfti 23 spor í háls hans eftir samskonar vírstrengingu. Mildi þykir að hann hélt lífi. Enn verr fór fyrir mótorhjólamanni árið 2007 er hann afhöfðaðist fyrir framan vini hans á fáförnum malarvegi á Ítalíu, en þeir óku á um 100 km hraða.
