Handbolti

Patrekur lögsækir Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrekur Jóhannesson er í dag þjálfari Hauka.
Patrekur Jóhannesson er í dag þjálfari Hauka. Vísir/Vilhelm
Patrekur Jóhannesson, fyrrum þjálfari Vals, hefur höfðað mál gegn félaginu vegna vangoldinna efnda í starfslokasamningum.

Þetta kemur fram á dv.is en þar er fullyrt að Patrekur telji sig eiga inni launagreiðslu fyrir nokkra mánuði samkvæmt samkomulagi sem hann gerði við starfslok sín.

Patrekur tók við Val árið 2012 en var sagt upp störfum í upphafi síðasta árs. Hann var þá nýbúinn að semja við Hauka um að taka við liðinu í lok þess tímabils.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.


Tengdar fréttir

Patrekur staðfesti ráðningu Ólafs til Vals

Patrekur Jóhannsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Hauka í N1-deild karla. Hann tekur við stafinu í sumar, þegar hann lætur af störfum hjá handknattleiksdeild Vals.

Ólafur ráðinn þjálfari Vals

Vísir fylgdist grannt með þróun mála en bæði Haukar og Valur héldu blaðamannafundi vegna ráðningu þjálfara fyrir næsta keppnistímabil.

Valsmenn ráku Patrek í kvöld

Patrekur Jóhannesson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Val en Valsmenn birtu fréttatilkynningu inn á heimasíðu sinni í kvöld. Patrekur ætlaði að stýra Valsliðinu út tímabilið en taka svo við liði Hauka á næsta tímabili þegar Aron Kristjánsson fer í fullt starf sem landsliðsþjálfari.

Patrekur: Ekki staðið við loforð hjá Val

Patrekur Jóhannesson var í gær ráðinn þjálfari Hauka og mun hann taka við starfinu í sumar. Hann tók við Val síðastliðið sumar og mun klára tímabilið að Hlíðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×