Baráttan um Reykjanesbæ verður baráttan um Brooklyn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2014 07:00 Gunnar (t.v.) og Elvar Már bregða á leik um Stjörnuleikshelgina. Fréttablaðið/ÓskarÓ Ekki er langt á milli íþróttahúsanna í Njarðvík og Keflavík. Aðeins léttur göngutúr fyrir ungan strák í toppformi. Svo skemmtilega vill til að aðstæður Njarðvíkingsins Elvars Más Friðrikssonar og Keflvíkingsins Gunnars Ólafssonar breytast ekki mikið þótt þeir haldi næsta vetur á vit ævintýranna hinum megin við Atlantshafið. Þeir sömdu fyrir áramót hvor við sinn háskólann í Brooklyn-hverfinu í New York; Elvar Már við LIU og Gunnar við St. Francis. Þegar betur er að gáð er göngutúrinn ekki mikið lengri milli íþróttahúsanna þar. „Þetta eru gjörólíkir skólar en miklir erkifjendur. Ég held að það sé fimm mínútna labb á milli skólanna og það liggur við bara eins og Njarðvík og Keflavík,“ segir Elvar Már, sem hefur verið frábær á tímabilinu. Því til staðfestingar var hann á dögunum kosinn besti leikmaður fyrri hlutans í Dominos-deildinni.Enginn stríðnispúki í Gunnari Skömmu eftir ógleymanlega leik grannliðanna í lok október fóru þeir Elvar Már og Gunnar saman í skoðunarferð í St. Francis-skólann í Brooklyn. Elvar Már spilaði vel í grannaslagnum, skoraði 17 stig og gaf 12 stoðsendingar, en Gunnar var aftur á móti hetja leiksins. Njarðvíkingar misstu frá sér forystuna í seinni hálfleik en voru næstum því búnir að stela sigrinum með svaka spretti í lokin. Úrslitin réðust hins vegar þegar Gunnar smellti niður sigurþristi rétt fyrir leikslok og tryggði Keflavík sigur á nágrönnunum í sinni fyrstu Reykjanesbæjarrimmu. „Ég fór með Gunnari til St. Francis stuttu eftir að hann skoraði sigurkörfuna á móti okkur. Þetta var aðeins rætt en hann er svo hógvær að hann var ekkert að stríða mér mikið á þessu,“ segir Elvar Már. Gunnar segir hins vegar að forráðamenn körfuboltaliðsins í St. Francis hafi verið með það á hreinu hvernig leikurinn endaði. „Við töluðum ekki um þessa körfu en þjálfarnir úti ræddu um hana og að ég skoraði sigurkörfuna gegn Elvari,“ segir Gunnar. Það var sérstök og skemmtileg upplifun fyrir strákana að fara í skoðunarferðina. „Það er farið með mann nánast eins og kóng,“ segir Elvar Már og bendir á að þeim hafi verið sýnt allt það sem þeir höfðu áhuga á að sjá.Elvar Már Friðriksson, Gunnar Ólafsson, körfuboltiElvar átti ás uppi í erminni Strákunum bauðst báðum skólastyrkur hjá St. Francis en Elvar átti ás upp í erminni því fram undan var einnig skoðunarferð til nágrannaskólans Long Island University eða LIU. Fljótlega eftir komuna heim úr þeirri ferð var Elvar búinn að ákveða sig. „Þeir voru mjög spenntir fyrir mér því ég er mjög líkur leikstjórnandanum sem þeir eru með núna. Það hefur klárlega hjálpað til. Mér fannst þetta því ekki vera erfið ákvörðun. Mér leist bara svo vel á þennan skóla og það var ekkert annað í stöðunni. Aðstæðurnar voru mjög flottar og svo er leikstjórnandi liðsins, sem leikur liðsins fer mikið í gegnum, að útskrifast. Ég á að koma og fylla hans skarð. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég skoðaði St. Francis en ég sá fram á meiri möguleika í LIU. Aðstæðurnar voru líka miklu betri þar,“ segir Elvar Már. Gunnar ákvað hins vegar að taka skólastyrknum hjá St. Francis.Hefðu viljað spila saman „Auðvitað hefði ég viljað fá Elvar með mér í St. Francis og hann sagði það við mig að hann hefði langað mikið til að spila með mér. LIU er aðeins stærri skóli og hefur komist lengra í háskólaboltanum undanfarin ár. Ég skildi hann fullkomlega og hefði gert það sama hefði ég fengið tilboð frá hinum skólanum sem ég fékk reyndar ekki,“ viðurkennir Gunnar. „Ég þekki Gunnar mjög vel. Við hefðum alveg viljað fara í sama skóla en ég taldi bara LIU henta mér betur. St. Francis hentar honum vel því báðir skotbakverðir liðsins eru að útskrifast næsta vor. Það er möguleiki fyrir hann að fá að spila þar,“ segir Elvar, sem fyllir í skarð Jason Brickman í LIU-skólanum. Brickman er á góðri leið með að gefa flestar stoðsendingar í bandaríska háskólaboltanum annað árið í röð. „Ég vildi líka fara í skóla þar sem ég sæi að ég ætti möguleika á því að spila strax. Ég er vanur því enda búinn að vera spila hátt í 30 mínútur í leik síðustu þrjú árin. Það yrðu mikil viðbrigði að fara að sitja í 30 mínútur á bekknum núna,“ segir Elvar.Elvar Már Friðriksson, Gunnar Ólafsson, körfuboltiMega hittast nema fyrir leik Hann hefur stefnt lengi á bandaríska háskólaboltann og svo er einnig raunin hjá Gunnari. „Þetta er bara snilld. Það hefur verið markmið hjá mér síðustu tvö til þrjú árin að koma mér út. Ég ætlaði að fara eftir tímabilið í fyrra en svo ákvað ég að taka einn vetur í viðbót á Íslandi. Þetta er miklu betra en ég hugsaði mér, bæði í sambandi við staðsetningu og skólann sjálfan,“ segir Gunnar. „Ég var búinn að vera að skoða skóla úti um allt í Bandaríkjunum og líka á Vesturströndinni. Mig langaði að ná mér í menntun og ég held að þetta sé góð leið til að þroskast sem körfuboltamaður og einstaklingur,“ segir Elvar. „Það er gaman að geta verið svona nálægt hvor öðrum. Við getum því leitað hvor til annars ef það koma erfiðir tímar,“ segir Elvar Már. En hvernig er litið á það að leikmenn erkifjenda verji miklum tíma saman? „Þeir sögðu við Elvar að hann mætti hitta mig nema daginn fyrir leikinn á milli skólanna,“ segir Gunnar í léttum tón en bætir svo við: „Það verður gott að hafa annan Íslending í nágrenninu.“Rándýr menntun í boði „Við þekkjumst í gegnum körfuna og höfum spilað hvor á móti öðrum frá því við vorum tíu ára. Þetta hefur samt breyst aðeins því við vorum ógeðslega litlir þegar við vorum yngri,“ segir Gunnar um vinskap þeirra félaga. Strákarnir sjá fyrir sér skemmtilegan tíma í New York, innan sem utan vallar. „Við erum tíu mínútur með lest yfir til Manhattan og svo er nóg um að vera í Brooklyn líka. Það er auðvelt fyrir fólkið mitt að heimsækja mig og ég held að það verði mikill kostur,“ segir Elvar. Á síðustu árum er algengt að íslensku strákarnir klári ekki námið úti og komi aftur heim. „Strákar hafa verið mikið að fara út í eitt ár og þetta hefur ekki heillað þá alveg. Ég skoðaði það því vel og reyndi að velja mér skóla sem hentaði mér. Þeir spila evrópskan bolta og spila mikið vegg og veltu (e. pick and roll). Ég held að það henti mér. Ef að það gengur illa þá verður maður bara að vera þolinmóður og leggja harðar að sér. Það er stefnan að reyna að klára þessi fjögur ár,“ segir Elvar Már. Hann ætlar að nýta sér menntunina vel. „Þetta er rándýr menntun og þetta er ekki gefins. Það er mjög flott að fá þetta.“ Fyrri viðureign Njarðvíkinga og Keflvíkinga í Domnios-deild karla var svaka spennandi og mikil skemmtun fyrir bæði gestina í Ljónagryfjunni sem og þá sem á horfðu heima í stofu.Í kvöld verður vonandi boðið upp á eitthvað svipað en það má búast við góðri mætingu í TM-höllinni á Sunnubrautinni auk þess að leikurinn er fyrsti mánudagsleikur nýs árs á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Ekki er langt á milli íþróttahúsanna í Njarðvík og Keflavík. Aðeins léttur göngutúr fyrir ungan strák í toppformi. Svo skemmtilega vill til að aðstæður Njarðvíkingsins Elvars Más Friðrikssonar og Keflvíkingsins Gunnars Ólafssonar breytast ekki mikið þótt þeir haldi næsta vetur á vit ævintýranna hinum megin við Atlantshafið. Þeir sömdu fyrir áramót hvor við sinn háskólann í Brooklyn-hverfinu í New York; Elvar Már við LIU og Gunnar við St. Francis. Þegar betur er að gáð er göngutúrinn ekki mikið lengri milli íþróttahúsanna þar. „Þetta eru gjörólíkir skólar en miklir erkifjendur. Ég held að það sé fimm mínútna labb á milli skólanna og það liggur við bara eins og Njarðvík og Keflavík,“ segir Elvar Már, sem hefur verið frábær á tímabilinu. Því til staðfestingar var hann á dögunum kosinn besti leikmaður fyrri hlutans í Dominos-deildinni.Enginn stríðnispúki í Gunnari Skömmu eftir ógleymanlega leik grannliðanna í lok október fóru þeir Elvar Már og Gunnar saman í skoðunarferð í St. Francis-skólann í Brooklyn. Elvar Már spilaði vel í grannaslagnum, skoraði 17 stig og gaf 12 stoðsendingar, en Gunnar var aftur á móti hetja leiksins. Njarðvíkingar misstu frá sér forystuna í seinni hálfleik en voru næstum því búnir að stela sigrinum með svaka spretti í lokin. Úrslitin réðust hins vegar þegar Gunnar smellti niður sigurþristi rétt fyrir leikslok og tryggði Keflavík sigur á nágrönnunum í sinni fyrstu Reykjanesbæjarrimmu. „Ég fór með Gunnari til St. Francis stuttu eftir að hann skoraði sigurkörfuna á móti okkur. Þetta var aðeins rætt en hann er svo hógvær að hann var ekkert að stríða mér mikið á þessu,“ segir Elvar Már. Gunnar segir hins vegar að forráðamenn körfuboltaliðsins í St. Francis hafi verið með það á hreinu hvernig leikurinn endaði. „Við töluðum ekki um þessa körfu en þjálfarnir úti ræddu um hana og að ég skoraði sigurkörfuna gegn Elvari,“ segir Gunnar. Það var sérstök og skemmtileg upplifun fyrir strákana að fara í skoðunarferðina. „Það er farið með mann nánast eins og kóng,“ segir Elvar Már og bendir á að þeim hafi verið sýnt allt það sem þeir höfðu áhuga á að sjá.Elvar Már Friðriksson, Gunnar Ólafsson, körfuboltiElvar átti ás uppi í erminni Strákunum bauðst báðum skólastyrkur hjá St. Francis en Elvar átti ás upp í erminni því fram undan var einnig skoðunarferð til nágrannaskólans Long Island University eða LIU. Fljótlega eftir komuna heim úr þeirri ferð var Elvar búinn að ákveða sig. „Þeir voru mjög spenntir fyrir mér því ég er mjög líkur leikstjórnandanum sem þeir eru með núna. Það hefur klárlega hjálpað til. Mér fannst þetta því ekki vera erfið ákvörðun. Mér leist bara svo vel á þennan skóla og það var ekkert annað í stöðunni. Aðstæðurnar voru mjög flottar og svo er leikstjórnandi liðsins, sem leikur liðsins fer mikið í gegnum, að útskrifast. Ég á að koma og fylla hans skarð. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég skoðaði St. Francis en ég sá fram á meiri möguleika í LIU. Aðstæðurnar voru líka miklu betri þar,“ segir Elvar Már. Gunnar ákvað hins vegar að taka skólastyrknum hjá St. Francis.Hefðu viljað spila saman „Auðvitað hefði ég viljað fá Elvar með mér í St. Francis og hann sagði það við mig að hann hefði langað mikið til að spila með mér. LIU er aðeins stærri skóli og hefur komist lengra í háskólaboltanum undanfarin ár. Ég skildi hann fullkomlega og hefði gert það sama hefði ég fengið tilboð frá hinum skólanum sem ég fékk reyndar ekki,“ viðurkennir Gunnar. „Ég þekki Gunnar mjög vel. Við hefðum alveg viljað fara í sama skóla en ég taldi bara LIU henta mér betur. St. Francis hentar honum vel því báðir skotbakverðir liðsins eru að útskrifast næsta vor. Það er möguleiki fyrir hann að fá að spila þar,“ segir Elvar, sem fyllir í skarð Jason Brickman í LIU-skólanum. Brickman er á góðri leið með að gefa flestar stoðsendingar í bandaríska háskólaboltanum annað árið í röð. „Ég vildi líka fara í skóla þar sem ég sæi að ég ætti möguleika á því að spila strax. Ég er vanur því enda búinn að vera spila hátt í 30 mínútur í leik síðustu þrjú árin. Það yrðu mikil viðbrigði að fara að sitja í 30 mínútur á bekknum núna,“ segir Elvar.Elvar Már Friðriksson, Gunnar Ólafsson, körfuboltiMega hittast nema fyrir leik Hann hefur stefnt lengi á bandaríska háskólaboltann og svo er einnig raunin hjá Gunnari. „Þetta er bara snilld. Það hefur verið markmið hjá mér síðustu tvö til þrjú árin að koma mér út. Ég ætlaði að fara eftir tímabilið í fyrra en svo ákvað ég að taka einn vetur í viðbót á Íslandi. Þetta er miklu betra en ég hugsaði mér, bæði í sambandi við staðsetningu og skólann sjálfan,“ segir Gunnar. „Ég var búinn að vera að skoða skóla úti um allt í Bandaríkjunum og líka á Vesturströndinni. Mig langaði að ná mér í menntun og ég held að þetta sé góð leið til að þroskast sem körfuboltamaður og einstaklingur,“ segir Elvar. „Það er gaman að geta verið svona nálægt hvor öðrum. Við getum því leitað hvor til annars ef það koma erfiðir tímar,“ segir Elvar Már. En hvernig er litið á það að leikmenn erkifjenda verji miklum tíma saman? „Þeir sögðu við Elvar að hann mætti hitta mig nema daginn fyrir leikinn á milli skólanna,“ segir Gunnar í léttum tón en bætir svo við: „Það verður gott að hafa annan Íslending í nágrenninu.“Rándýr menntun í boði „Við þekkjumst í gegnum körfuna og höfum spilað hvor á móti öðrum frá því við vorum tíu ára. Þetta hefur samt breyst aðeins því við vorum ógeðslega litlir þegar við vorum yngri,“ segir Gunnar um vinskap þeirra félaga. Strákarnir sjá fyrir sér skemmtilegan tíma í New York, innan sem utan vallar. „Við erum tíu mínútur með lest yfir til Manhattan og svo er nóg um að vera í Brooklyn líka. Það er auðvelt fyrir fólkið mitt að heimsækja mig og ég held að það verði mikill kostur,“ segir Elvar. Á síðustu árum er algengt að íslensku strákarnir klári ekki námið úti og komi aftur heim. „Strákar hafa verið mikið að fara út í eitt ár og þetta hefur ekki heillað þá alveg. Ég skoðaði það því vel og reyndi að velja mér skóla sem hentaði mér. Þeir spila evrópskan bolta og spila mikið vegg og veltu (e. pick and roll). Ég held að það henti mér. Ef að það gengur illa þá verður maður bara að vera þolinmóður og leggja harðar að sér. Það er stefnan að reyna að klára þessi fjögur ár,“ segir Elvar Már. Hann ætlar að nýta sér menntunina vel. „Þetta er rándýr menntun og þetta er ekki gefins. Það er mjög flott að fá þetta.“ Fyrri viðureign Njarðvíkinga og Keflvíkinga í Domnios-deild karla var svaka spennandi og mikil skemmtun fyrir bæði gestina í Ljónagryfjunni sem og þá sem á horfðu heima í stofu.Í kvöld verður vonandi boðið upp á eitthvað svipað en það má búast við góðri mætingu í TM-höllinni á Sunnubrautinni auk þess að leikurinn er fyrsti mánudagsleikur nýs árs á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.15.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira