Körfubolti

Sterling gagnrýnir Magic Johnson fyrir að smitast af alnæmi

Ingvar Haraldsson skrifar
Donald Sterling segir Magic Johson vera slæma fyrirmynd.
Donald Sterling segir Magic Johson vera slæma fyrirmynd. VÍSIR/GETTY
Donald Sterling, eigandi NBA liðsins Los Angeles Clippers, sagði

 í viðtali við Anderson Cooper á mánudag að Magic Johnson væri slæm fyrirmynd. Í viðtalinu spyr Sterling: „Hvað hefur Magic Johnson gert fyrir sitt fólk?“ Sterling svarar svo eigin spurningu: „Hann er með alnæmi!“

Sterling bætir við: „Hvers konar maður sefur hjá stelpu í hverri einustu borg í Bandaríkjunum og fær alnæmi?“

Sterling bendir á að hann hafi talsverða mannkosti umfram Johnson: „Ég hef áhuga á að hjálpa fólki. Hann er með alnæmi!“

„Er það maður sem ætti að vera fyrirmynd fyrir börnin okkar? Mér finnst að hann ætti að skammast sín.“

Sterling varpar fram fleiri spurningum: „Hvað hefur Magic Johnson gert fyrir svarta Bandaríkjamenn? Hvað hefur Magic Johnson gert til þess að hjálpa barnaspítölum þar sem börn eru deyjandi?“

Anderson Cooper bendir þá á að Magic Johnson hafi til fjölda ára rekið góðgerðarsamtök og safnað milljónum dollara til styrktar rannsókna og meðferð á alnæmi.

Í viðtalinu reyndi Sterling að skýra sína hlið mála eftir að NBA deildin bannaði hann frá því að koma nálægt nokkrum viðburðum tengdum deildinni vegna rasískra ummæla sem hann lét falla í samtali við aðstoðarkonu sína, V. Stiviano.

Sterling segist hafa verið plataður af Stiviano til að tala illa um minnihlutahópa. Sjálfur tali hann aldrei illa um nokkurn mann.

NBA deildin ætlar einnig að reyna að fá Sterling til þess að selja liðið. Sterling ekki ætla að verða við þeirri beiðni.


Tengdar fréttir

"Gleðidagur í sögu Bandaríkjanna"

Körfuboltakappinn Magic Johnson gleðst yfir ákvörðun bandaríska körfuknattleikssambandsins að banna Donald Sterling, eiganda körfuknattleiksliðsins Clippers, alla aðkomu að íþróttinni.

LeBron vill losna við alla Sterling-fjölskylduna

Eiginkona rasistans Donald Sterling, eiganda LA Clippers, ætlar að berjast fyrir því að halda félaginu en besti leikmaður deildarinnar, LeBron James, er ekki hrifinn af því.

Sterling sagður vera með krabbamein

Umdeildasti maðurinn í Bandaríkjunum í dag, rasistinn Donald Sterling, er ekki bara að berjast fyrir félagi sínu, LA Clippers, heldur einnig fyrir lífi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×