Handbolti

Íslandsbikarinn á loft utan höfuðborgarsvæðisins í fyrsta sinn í 13 ár?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framara urðu Íslandsmeistarar á heimavelli í fyrra.
Framara urðu Íslandsmeistarar á heimavelli í fyrra. Vísir/Valli
Haukar geta orðið Íslandsmeistarar í handbolta í karla í kvöld takist þeim að vinna fjórða leikinn á móti ÍBV í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla. Leikurinn fer fram í Eyjum.

Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir sannfærandi sigur á ÍBV í leik þrjú á Ásvöllum en Eyjamenn jöfnuðu metin með sigri í Eyjum í leiknum á undan.  Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.45.

Vinni Haukar í kvöld þá fer Íslandsmeistarinn á loft utan höfuðborgarsvæðisins í fyrsta sinn í þrettán ár eða í fyrsta sinn síðan að Haukarnir tryggðu sér titilinn í KA-húsinu á Akureyri vorið 2001.

Eyjamenn tryggja sér oddaleik með sigri sem myndi jafnframt þýða að Íslandsbikarinn færi á loft í Hafnarfirði í áttunda sinn á síðustu ellefu árum.

Hér fyrir neðan má sjá hvar Íslandsbikarinn hefur farið á loft síðustu ár. Það hefur bara tvisvar gerst utan höfuðborgarsvæðisins frá og með 1993 eða árin 1997 og 2001.



Hér hefur Íslandsbikarinn í handbolta karla farið á loft síðustu ár:

2013 - Fram vann í Framhúsinu í Safamýri

2012 - HK vann í Kaplakrika í Hafnarfirði

2011 - FH vann í Kaplakrika í Hafnarfirði

2010 - Haukar unnu á Ásvöllum í Hafnarfirði

2009 - Haukar unnu á Hlíðarenda

2008 - Haukar unnu á Ásvöllum í Hafnarfirði (ekki úrslitakeppni)

2007 - Valur vann á Ásvöllum í Hafnarfirði (ekki úrslitakeppni)

2006 - Fram vann í Framhúsinu í Safamýri (ekki úrslitakeppni)

2005 - Haukar unnu á Ásvöllum í Hafnarfirði

2004 - Haukar unnu á Ásvöllum í Hafnarfirði

2003 - Haukar unnu í Austurbergi í Breiðholti

2002 - KA vann á Hlíðarenda

2001 - Haukar unnu í KA-húsinu á Akureyri

2000 - Haukar unnu á Strandgötu í Hafnarfirði

1999 - Afturelding vann í Kaplakrika í Hafnarfirði

1998 - Valur vann á Hlíðarenda

1997 - KA vann í KA-húsinu á Akureyri

1996 - Valur vann í Laugardalshöllinni

1995 - Valur vann á Hlíðarenda

1994 - Valur vann í Laugardalshöllinni

1993 - Valur vann í Kaplakrika í Hafnarfirði


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×