Fínn tímapunktur til að hætta með ÍR 13. maí 2014 07:00 Nýtt starf Bjarki Sigurðsson er nú þjálfari HK. „Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson. Olís-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
„Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson.
Olís-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira