Gaf henni blóðnasir á fyrstu æfingu Álfrún Pálsdóttir skrifar 3. maí 2014 10:30 Kærustuparið Jón Viðar Arnþórsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur saman í myndinni Borgríki II og segir Ágústa að það hafi verið gaman að fá hann inn á sinn heimavöll þó að stundum hafi verið erfitt að halda andliti þegar þau léku hvort á móti öðru. Vísir/Stefán Einn helsti ókostur Ágústu er að hún er alltaf sein. Það bara bregst ekki að við erum alltaf síðust til að mæta eitthvert, það er henni ómögulegt að koma á réttum tíma. Svo er hún líka mjög léleg að reikna. Það er ekki hennar sterkasta hlið,“ segir Jón Viðar Arnþórsson og gjóar brosandi augum til kærustu sinnar, leik- og söngkonunnar Ágústu Evu Erlendsdóttur, sem kinkar kolli til samþykkis. „Það er samt afmælisdagurinn. Þetta er ekki ég sko. Við Gunni (innskot.bl Nelson) eigum sama afmælisdag og erum eins. Hann er eiginlega verri en ég með að mæta á réttum tíma. En veistu hvað ég gat gert í gær? Ég gat deilt 30 þúsund í fimm hluta. Bara í huganum. En já, ég er með mjög lata heilastarfsemi þegar kemur að stærðfræði,“ segir leikkonan og skellihlær. Það útskýrir tuttugu mínútna seinkun viðtalsins. Við sitjum í setustofu í anddyri Mjölnis. Bardagaklúbbsins sem þjóðin hefur tekið opnum örmum á síðustu misserum og er annað heimili skötuhjúanna. Það er rólegt í Mjölni svona um miðjan daginn, lognið á undan storminum því seinnipartinn fyllist allt af hreyfingarþyrstu fólki á öllum aldri sem er tilbúið að púla í bardagaumhverfinu.Meitt sig meira á leiksviðinu Parið á saman soninn Þorleif Óðin Jónsson, sem er þriggja ára gamall, og býr fjölskyldan á Bárugötunni. Það var í raun Mjölnir sem kom Ágústu Evu og Jóni Viðari saman, já og kvikmyndin Borgríki þar sem ástin kviknaði á tökustað. Nú endurtekur parið leikinn í myndinni Borgríki II – Blóð hraustra manna, sem frumsýnd verður í október. Jón Viðar er formaður Mjölnis og í þjálfarateymi Gunnars Nelson bardagakappa, svo eitthvað sé nefnt. Ágústu Evu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Hún kom sér allrækilega á kortið með karakternum Silvíu Nótt sem fór með leikkonuna alla leið í Eurovision árið 2006 með eftirminnilegum hætti. Ágústa hefur nú lagt Silvíu Nótt á hilluna, í bili að minnsta kosti, en undanfarin ár hefur leiksviðið átt hug hennar allan. „Systir mín dró Ágústu á æfingu hjá mér árið 2008 og hún stóð sig ágætlega. Hún fór reyndar út með blóðnasir á báðum. Ég kýldi hana óvart,“ segir Jón Viðar og þau skellihlæja bæði. „Hún hljóp inn á baðið og kom út með pappír í nösunum. En hélt áfram samt." „Já, alveg rétt. Hann áttar sig stundum ekki alveg á hvað hann er sterkur. Annars hef ég meitt mig meira á leiksviðinu en í bardagaíþróttum. Ég nefbrotnað, brotið tönn og allur fjandinn komið fyrir mig í leiklistinni en ekkert komið fyrir mig hérna í Mjölni. Ég er samt þannig að ég prufa allt, svona hvirfilbylur í hausnum, og frekar óhrædd að eðlisfari. Læt bara vaða. Til dæmis gerði ég öll áhættuatriðin mín sjálf í Borgríki II,“ segir Ágústa Eva. „Nema þú ert lofthrædd,“ bætir Jón Viðar við. „Já, ég er mjög lofthrædd sem kom sér ekki vel þegar ég gerði eitt atriði í nýju myndinni. Ég vil ekki gefa of mikið upp um atriðið en mér stóð alls ekki á sama á einum tímapunkti í þessum tökum,“ segir Ágústa Eva.Af tökustað á Borgríki II.Draumahlutverkið í vændum Síðasta ár hefur verið annasamt hjá leikkonunni. Hún er mikið að tala inn á teiknimyndir, meðal annars talar hún fyrir Elsu prinsessu í vinsælu teiknimyndinni Frozen. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki sem getur bæði sungið og leikið, í leikhúsinu og annars staðar,“ segir Ágústa sem hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið og var í fimm verkum í vetur. Nú eru samt ákveðin tímamót hjá Ágústu Evu sem nýverið sagði samningi sínum við leikhúsið upp. „Ég er mikið fiðrildi og finnst ekki gaman að gera sama hlutinn alla daga, kvölds og morgna. Hef gaman af því að blanda ólíkum hlutum saman. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími við Þjóðleikhúsið og ég hef fengið að spreyta mig á mörgum ólíkum hlutverkum. Ég hef verið að sýna einna langmest af leikurum og á síðasta ári var ég í hátt í 300 sýningum. Nú get ég tekið að mér eitt og eitt verkefni og sinnt fjölskyldunni,“ segir Ágústa Eva sem ætlaði að taka sér alfarið hlé frá leiksviðinu. Fara meira inn í rekstur Mjölnis, taka yfir verslun sem þau starfrækja innan klúbbsins og hugsanlega huga að handritaskrifum sem blunda í henni. Svo fékk Ágústa tilboð sem hún gat ekki hafnað frá Borgarleikhúsinu svo hléið frá leiksviðinu verður að bíða enn um sinn. „Ég má ekkert gefa upp um hlutverkið en ég get sagt að ég hefði líklega hafnað öllu nema þessu. Það má segja að þetta sé hálfgert draumahlutverk.“Ómenntað framafólk Þrátt fyrir að hafa kynnst formlega í Mjölni fyrir sex árum hafa leiðir Ágústu Evu og Jóns Viðar legið saman fyrir það, án þess að þau þekktust. Ágústa Eva hefur tvisvar sinnum þurft að kalla til lögreglu og í bæði skiptin kom Jón Viðar, sem þá starfaði sem lögreglumaður, á vettvang og tók af henni skýrslu. Bæði unnu þau á veitingastaðnum Vegamót og stunduðu nám við Menntaskólann í Kópavogi, en hvorugt kláraði námið. Þau eru ómenntað framafólk, enda hafa þau bæði náð langt sínum sviðum án þess að vera með þar til gerða menntun. Sem var ekki beint planið hjá þeim heldur æxluðust hlutirnir bara þannig. „Ég vissi hver Ágústa var eftir Silvíu Nótt og svona. Þegar systir mín sagðist ætla að koma með hana á æfingu varð ég smá stressaður. Hræddur um að ég færi bara að hlæja að henni,“ segir Jón Viðar og glottir. Á þessum tíma starfaði hann í lögreglunni og Ágústu Evu langaði að skrifa handrit sem fjallaði um spillingu innan lögreglunnar. „Ég hafði mikinn áhuga á lögreglunni og fékk að fara og kynna mér hennar starf, meðal annars í gegnum Jón. Ég kynnti svo hann og Óla (innsk. Bl Ólaf Jóhannesson, leikstjóra) sem þá var að byrja með Borgríki. Handritið sem ég var byrjuð á svipar tl söguþráðar myndarinnar en handritið hvarf þegar tölvan mín dó. Svo það endaði með að við komum bara inn í verkefnið með Óla,“ segir Ágústa.Jón Viðar í hlutverki sínu sem glæpamaðurinn Bjarki.Stærri og grófari Jón Viðar sá um að þjálfa alla áhættuleikarana, meðal annars Ágústu Evu, útfærði bardagasenur í myndunum tveimur og sá um að finna fólk í hlutverk. Planið hjá honum var alltaf að fara út í áhættuleik en svo tók Mjölnir við. Loksins, eftir mikla vinnu og áralangt sjálfboðastarf Jóns Viðars og annarra Mjölnismanna, blómstrar bardagaklúbburinn. Í framhaldsmyndinni, Borgríki II, sem er bæði stærri í sniðum og grófari en fyrri myndin, fær Jón Viðar hins vegar líka að spreyta sig fyrir framan myndavélina. „Ég leik mjög heimskan glæpamann og það verður spennandi að sjá þetta á hvíta tjaldinu. Smá stressandi en bara gaman. Gaman að leika á móti Ágústu sem sér til dæmis um að yfirheyra mig í myndinni,“ segir Jón Viðar og Ágústa tekur í sama streng. „Hann fær alveg svona alvöru senu og stendur sig mjög vel. Það var mjög gaman að leika á móti honum, stundum svolítið erfitt að halda andliti. Gaman að fá hann inn á minn heimavöll eftir að hann hefur verið að leiðbeina mér í Mjölni, hann er mjög góður kennari.“ Parið sér ekki fyrir sér að gera neitt annað í framtíðinni en það sem þau gera núna. Vera í hringnum og á sviðinu. Blanda saman bardaga- og leiklist, sem á meira sameiginlegt en margur skildi halda. „Það er hálfgerður spuni í bardagahringnum. Maður þarf að lesa í andstæðinginn alveg eins og mótleikarann. Í raun er þetta mjög svipað dæmi,“ segir Ágústa Eva. Eurovision Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Einn helsti ókostur Ágústu er að hún er alltaf sein. Það bara bregst ekki að við erum alltaf síðust til að mæta eitthvert, það er henni ómögulegt að koma á réttum tíma. Svo er hún líka mjög léleg að reikna. Það er ekki hennar sterkasta hlið,“ segir Jón Viðar Arnþórsson og gjóar brosandi augum til kærustu sinnar, leik- og söngkonunnar Ágústu Evu Erlendsdóttur, sem kinkar kolli til samþykkis. „Það er samt afmælisdagurinn. Þetta er ekki ég sko. Við Gunni (innskot.bl Nelson) eigum sama afmælisdag og erum eins. Hann er eiginlega verri en ég með að mæta á réttum tíma. En veistu hvað ég gat gert í gær? Ég gat deilt 30 þúsund í fimm hluta. Bara í huganum. En já, ég er með mjög lata heilastarfsemi þegar kemur að stærðfræði,“ segir leikkonan og skellihlær. Það útskýrir tuttugu mínútna seinkun viðtalsins. Við sitjum í setustofu í anddyri Mjölnis. Bardagaklúbbsins sem þjóðin hefur tekið opnum örmum á síðustu misserum og er annað heimili skötuhjúanna. Það er rólegt í Mjölni svona um miðjan daginn, lognið á undan storminum því seinnipartinn fyllist allt af hreyfingarþyrstu fólki á öllum aldri sem er tilbúið að púla í bardagaumhverfinu.Meitt sig meira á leiksviðinu Parið á saman soninn Þorleif Óðin Jónsson, sem er þriggja ára gamall, og býr fjölskyldan á Bárugötunni. Það var í raun Mjölnir sem kom Ágústu Evu og Jóni Viðari saman, já og kvikmyndin Borgríki þar sem ástin kviknaði á tökustað. Nú endurtekur parið leikinn í myndinni Borgríki II – Blóð hraustra manna, sem frumsýnd verður í október. Jón Viðar er formaður Mjölnis og í þjálfarateymi Gunnars Nelson bardagakappa, svo eitthvað sé nefnt. Ágústu Evu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Hún kom sér allrækilega á kortið með karakternum Silvíu Nótt sem fór með leikkonuna alla leið í Eurovision árið 2006 með eftirminnilegum hætti. Ágústa hefur nú lagt Silvíu Nótt á hilluna, í bili að minnsta kosti, en undanfarin ár hefur leiksviðið átt hug hennar allan. „Systir mín dró Ágústu á æfingu hjá mér árið 2008 og hún stóð sig ágætlega. Hún fór reyndar út með blóðnasir á báðum. Ég kýldi hana óvart,“ segir Jón Viðar og þau skellihlæja bæði. „Hún hljóp inn á baðið og kom út með pappír í nösunum. En hélt áfram samt." „Já, alveg rétt. Hann áttar sig stundum ekki alveg á hvað hann er sterkur. Annars hef ég meitt mig meira á leiksviðinu en í bardagaíþróttum. Ég nefbrotnað, brotið tönn og allur fjandinn komið fyrir mig í leiklistinni en ekkert komið fyrir mig hérna í Mjölni. Ég er samt þannig að ég prufa allt, svona hvirfilbylur í hausnum, og frekar óhrædd að eðlisfari. Læt bara vaða. Til dæmis gerði ég öll áhættuatriðin mín sjálf í Borgríki II,“ segir Ágústa Eva. „Nema þú ert lofthrædd,“ bætir Jón Viðar við. „Já, ég er mjög lofthrædd sem kom sér ekki vel þegar ég gerði eitt atriði í nýju myndinni. Ég vil ekki gefa of mikið upp um atriðið en mér stóð alls ekki á sama á einum tímapunkti í þessum tökum,“ segir Ágústa Eva.Af tökustað á Borgríki II.Draumahlutverkið í vændum Síðasta ár hefur verið annasamt hjá leikkonunni. Hún er mikið að tala inn á teiknimyndir, meðal annars talar hún fyrir Elsu prinsessu í vinsælu teiknimyndinni Frozen. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki sem getur bæði sungið og leikið, í leikhúsinu og annars staðar,“ segir Ágústa sem hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið og var í fimm verkum í vetur. Nú eru samt ákveðin tímamót hjá Ágústu Evu sem nýverið sagði samningi sínum við leikhúsið upp. „Ég er mikið fiðrildi og finnst ekki gaman að gera sama hlutinn alla daga, kvölds og morgna. Hef gaman af því að blanda ólíkum hlutum saman. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími við Þjóðleikhúsið og ég hef fengið að spreyta mig á mörgum ólíkum hlutverkum. Ég hef verið að sýna einna langmest af leikurum og á síðasta ári var ég í hátt í 300 sýningum. Nú get ég tekið að mér eitt og eitt verkefni og sinnt fjölskyldunni,“ segir Ágústa Eva sem ætlaði að taka sér alfarið hlé frá leiksviðinu. Fara meira inn í rekstur Mjölnis, taka yfir verslun sem þau starfrækja innan klúbbsins og hugsanlega huga að handritaskrifum sem blunda í henni. Svo fékk Ágústa tilboð sem hún gat ekki hafnað frá Borgarleikhúsinu svo hléið frá leiksviðinu verður að bíða enn um sinn. „Ég má ekkert gefa upp um hlutverkið en ég get sagt að ég hefði líklega hafnað öllu nema þessu. Það má segja að þetta sé hálfgert draumahlutverk.“Ómenntað framafólk Þrátt fyrir að hafa kynnst formlega í Mjölni fyrir sex árum hafa leiðir Ágústu Evu og Jóns Viðar legið saman fyrir það, án þess að þau þekktust. Ágústa Eva hefur tvisvar sinnum þurft að kalla til lögreglu og í bæði skiptin kom Jón Viðar, sem þá starfaði sem lögreglumaður, á vettvang og tók af henni skýrslu. Bæði unnu þau á veitingastaðnum Vegamót og stunduðu nám við Menntaskólann í Kópavogi, en hvorugt kláraði námið. Þau eru ómenntað framafólk, enda hafa þau bæði náð langt sínum sviðum án þess að vera með þar til gerða menntun. Sem var ekki beint planið hjá þeim heldur æxluðust hlutirnir bara þannig. „Ég vissi hver Ágústa var eftir Silvíu Nótt og svona. Þegar systir mín sagðist ætla að koma með hana á æfingu varð ég smá stressaður. Hræddur um að ég færi bara að hlæja að henni,“ segir Jón Viðar og glottir. Á þessum tíma starfaði hann í lögreglunni og Ágústu Evu langaði að skrifa handrit sem fjallaði um spillingu innan lögreglunnar. „Ég hafði mikinn áhuga á lögreglunni og fékk að fara og kynna mér hennar starf, meðal annars í gegnum Jón. Ég kynnti svo hann og Óla (innsk. Bl Ólaf Jóhannesson, leikstjóra) sem þá var að byrja með Borgríki. Handritið sem ég var byrjuð á svipar tl söguþráðar myndarinnar en handritið hvarf þegar tölvan mín dó. Svo það endaði með að við komum bara inn í verkefnið með Óla,“ segir Ágústa.Jón Viðar í hlutverki sínu sem glæpamaðurinn Bjarki.Stærri og grófari Jón Viðar sá um að þjálfa alla áhættuleikarana, meðal annars Ágústu Evu, útfærði bardagasenur í myndunum tveimur og sá um að finna fólk í hlutverk. Planið hjá honum var alltaf að fara út í áhættuleik en svo tók Mjölnir við. Loksins, eftir mikla vinnu og áralangt sjálfboðastarf Jóns Viðars og annarra Mjölnismanna, blómstrar bardagaklúbburinn. Í framhaldsmyndinni, Borgríki II, sem er bæði stærri í sniðum og grófari en fyrri myndin, fær Jón Viðar hins vegar líka að spreyta sig fyrir framan myndavélina. „Ég leik mjög heimskan glæpamann og það verður spennandi að sjá þetta á hvíta tjaldinu. Smá stressandi en bara gaman. Gaman að leika á móti Ágústu sem sér til dæmis um að yfirheyra mig í myndinni,“ segir Jón Viðar og Ágústa tekur í sama streng. „Hann fær alveg svona alvöru senu og stendur sig mjög vel. Það var mjög gaman að leika á móti honum, stundum svolítið erfitt að halda andliti. Gaman að fá hann inn á minn heimavöll eftir að hann hefur verið að leiðbeina mér í Mjölni, hann er mjög góður kennari.“ Parið sér ekki fyrir sér að gera neitt annað í framtíðinni en það sem þau gera núna. Vera í hringnum og á sviðinu. Blanda saman bardaga- og leiklist, sem á meira sameiginlegt en margur skildi halda. „Það er hálfgerður spuni í bardagahringnum. Maður þarf að lesa í andstæðinginn alveg eins og mótleikarann. Í raun er þetta mjög svipað dæmi,“ segir Ágústa Eva.
Eurovision Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira