Citroën aftur til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 09:17 Citroën DS Devine í París. PSA-Peugeot/Citroën ætlar að reyna öðru sinni að selja bíla sína í Bandaríkjunum með hinum nýju lúxusbílum sem bera merkið DS. Í langtímaáætlunum Citroën hvað þessa DS bíla varðar kveður á um 200 stóra útsölustaði merkisins um allan heim og eiga 20 þeirra að vera í borgum Bandaríkjanna. PSA-Peugeot/Citroën hætti að selja bíla sína í Bandaríkjunum árið 1991, enda var á þeirri sölu mikið tap. Fyrirtækið ætlar í fyrsta lagi að hefja sölu bíla sinna þar árið 2017, en þó líklega ekki fyrr en árið 2020. Síðan PSA-Peugeot/Citroën kynnti fyrst DS-línu sína með bílnum Citroën DS3 árið 2010 hefur fyrirtækið selt samtals 500.000 DS bíla, aðallega í Evrópu og Kína. PSA-Peugeot/Citroën ætlar þessu nýja lúxusbílamerki sínu mikið hlutverk í samkeppninni við þýsku lúxusbílaframleiðendurna. PSA-Peugeot/Citroën er nú að frumsýna þennan gullfallega DS Devine tilraunabíl á bílasýningunni í París og er þessi mynd tekin þar. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent
PSA-Peugeot/Citroën ætlar að reyna öðru sinni að selja bíla sína í Bandaríkjunum með hinum nýju lúxusbílum sem bera merkið DS. Í langtímaáætlunum Citroën hvað þessa DS bíla varðar kveður á um 200 stóra útsölustaði merkisins um allan heim og eiga 20 þeirra að vera í borgum Bandaríkjanna. PSA-Peugeot/Citroën hætti að selja bíla sína í Bandaríkjunum árið 1991, enda var á þeirri sölu mikið tap. Fyrirtækið ætlar í fyrsta lagi að hefja sölu bíla sinna þar árið 2017, en þó líklega ekki fyrr en árið 2020. Síðan PSA-Peugeot/Citroën kynnti fyrst DS-línu sína með bílnum Citroën DS3 árið 2010 hefur fyrirtækið selt samtals 500.000 DS bíla, aðallega í Evrópu og Kína. PSA-Peugeot/Citroën ætlar þessu nýja lúxusbílamerki sínu mikið hlutverk í samkeppninni við þýsku lúxusbílaframleiðendurna. PSA-Peugeot/Citroën er nú að frumsýna þennan gullfallega DS Devine tilraunabíl á bílasýningunni í París og er þessi mynd tekin þar.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent