Bíó og sjónvarp

Jane Campion formaður dómnefndar

Ugla Egilsdóttir skrifar
Jane Campion gerði myndina The Piano. Anna Paquin, sem leikur í True Blood, lék í henni.
Jane Campion gerði myndina The Piano. Anna Paquin, sem leikur í True Blood, lék í henni.
Jane Campion er formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún hefur oft komið við sögu á hátíðinni. Hún er eini kvenleikstjórinn sem hefur fengið leikstjórnarverðlaun á hátíðinni, en hún vann þau fyrir kvikmyndina The Piano árið 1993.

Hún hefur sýnt fleiri myndir á Cannes, meðal annars myndina Bright Star árið 2009.

Skipuleggjandi hátíðarinnar, Thierry Fremaux, segir að Jane sé ein fárra kvikmyndagerðarmanna sem geri listrænar kvikmyndir sem höfði samt til fjöldans.

Bandarískir kvikmyndagerðarmenn hafa gegnt formennsku dómnefndar í Cannes þrisvar á síðastliðnum fjórum árum.

Það voru Tim Burton, Robert De Niro og Steven Spielberg. Jane Campion er hinsvegar frá Nýja Sjálandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.