Blaðamaður Vísis ræddi við þennan hressa tónleikagest sem hefur beiðið eftir tónleikunum með eftirvæntingu lengi. Hann sagði að stefnan væri að komast fremst.
Hann kom röltandi út úr strætó og var að fara að skella sér í röðina rétt um sexleytið í kvöld. Þá þegar hafði myndast löng röð fyrir utan tónleikana. Hin ungi gestur var með flott sólgleraugu og var tilbúinn í alvöru tónleika. Hann sagðist ætla að reyna að skella sér fremst.
Skipulagið fyrir tónleikana virðist vera algjörlega til fyrirmyndar. Kórahverfinu var lokað klukkan fjögur í dag og ganga strætóar um hverfið, tónleikagestum að kostnaðarlausu.
Ætlar ekki með sólgleraugun inn
Tengdar fréttir

Tveir miðar á Justin Timberlake á 100 þúsund krónur
Óðum styttist í að Justin Timberlake og félagar trylli lýðinn í Kórnum. Kappinn stígur á svið klukkan 21 en húsið opnar þremur tímum fyrr.

Justin gaf afgreiðslufólki VIP-miða
Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nýtti gærdaginn meðal annars í verslunarferð í Skeifunni í gær.

Fyrstar í röðina á tónleika Justin Timberlake
Mæðgur frá Danmörku voru fyrstar í röðina en þær segja Dani yfirleitt mæta tíu tímum fyrir tónleika.

Allt um risatónleika Justins Timberlake í kvöld
Þetta þurfa tónleikagestir að vera með á hreinu.

Hundrað manna teymi með Justin á Íslandi
Hópurinn hefur skemmt sér vel undanfarna daga. Farið var á Gullfoss og Geysi, í Bláa Lónið og út að borða á íslenskum veitingastöðum.

Timberlake sló í gegn
Hægt er að horfa á tónleika Timberlake heima í stofu.