Datsun Go fékk 0 stjörnur í árekstrarprófi Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2014 13:38 Bílaframleiðendur keppast að því að ná 5 stjörnum í NCAP árekstrarprófum. Margar bílgerðir hafa náð því og flestir aðrir fá 4 stjörnur. Til er þó nýr bíll sem nýverið fékk ekki eina einustu stjörnu í slíku prófi og það er Datson Go sem Nissan framleiðir fyrir markassvæði þar sem bílar verða að vera ódýrir, til dæmis í Indlandi. Datsun Go er afar ódýr bíll og kostar ekki nema 850.000 krónur þar. Er það gott og blessað, en verra er að fá umsögn eins og NCAP lét hafa eftir sér eftir árekstarprófun á bílnum. „Mjög miklar líkur eru á lífshættulegum meiðslum í árekstri á Datsun Go“. Það eru aðallega 3 atriði sem gera bílinn svona hættulegan að mati NCAP. Bíllinn er ekki búinn ABS-bremsum og því er stöðvunarvegalengd hans afar löng. Hann er ekki með neina öryggispúða sem vernda ökumenn eða farþega í árekstri. Þriðja atriðið og það alhættulegasta er að bíllinn er þannig smíðaður að hann krumpast saman eins og sardínudós í árekstri og því hefðu öryggispúðar líklega enga þýðingu hvort sem er. Forstjóri NCAP hefur sagt að best væri að taka bílinn úr sölu, svo hættulegur sé hann. Nýjustu tölur um dauðsföll í umferðinni í Indlandi eru frá árinu 2011 og það ár dóu 250.000 manns. Þar eru ekki gerðar miklar kröfur til bíla, mannslíf ef til vill ekki mikið metin og hver sinnar gæfu smiður. Forstjóri NCAP telur engu að síður litla ástæðu til að auka enn á þá hættu sem að ökumönnum stafar þar með sölu á þessum bíl. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent
Bílaframleiðendur keppast að því að ná 5 stjörnum í NCAP árekstrarprófum. Margar bílgerðir hafa náð því og flestir aðrir fá 4 stjörnur. Til er þó nýr bíll sem nýverið fékk ekki eina einustu stjörnu í slíku prófi og það er Datson Go sem Nissan framleiðir fyrir markassvæði þar sem bílar verða að vera ódýrir, til dæmis í Indlandi. Datsun Go er afar ódýr bíll og kostar ekki nema 850.000 krónur þar. Er það gott og blessað, en verra er að fá umsögn eins og NCAP lét hafa eftir sér eftir árekstarprófun á bílnum. „Mjög miklar líkur eru á lífshættulegum meiðslum í árekstri á Datsun Go“. Það eru aðallega 3 atriði sem gera bílinn svona hættulegan að mati NCAP. Bíllinn er ekki búinn ABS-bremsum og því er stöðvunarvegalengd hans afar löng. Hann er ekki með neina öryggispúða sem vernda ökumenn eða farþega í árekstri. Þriðja atriðið og það alhættulegasta er að bíllinn er þannig smíðaður að hann krumpast saman eins og sardínudós í árekstri og því hefðu öryggispúðar líklega enga þýðingu hvort sem er. Forstjóri NCAP hefur sagt að best væri að taka bílinn úr sölu, svo hættulegur sé hann. Nýjustu tölur um dauðsföll í umferðinni í Indlandi eru frá árinu 2011 og það ár dóu 250.000 manns. Þar eru ekki gerðar miklar kröfur til bíla, mannslíf ef til vill ekki mikið metin og hver sinnar gæfu smiður. Forstjóri NCAP telur engu að síður litla ástæðu til að auka enn á þá hættu sem að ökumönnum stafar þar með sölu á þessum bíl.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent