Alnafni Gunnars Nelson er fjölhæfur tónlistarmaður Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 14:30 Gunnar hinn íslenski til vinstri og hinn bandaríski til hægri. vísir/getty Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“