Stjörnurnar sem vert er að fylgjast með Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2014 10:30 Barkhad Abdi. Vísir/Getty Kvikmyndirnar American Hustle og Gravity hlutu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna sem tilkynntar voru eftir hádegi í gær í Los Angeles. Þær hlutu tíu tilnefningar hvor. 12 Years a Slave hlaut níu tilnefningar en myndirnar Captain Phillips, Dallas Buyers Club, Her, Nebraska, Philomena og The Wolf of Wall Street eru einnig tilnefndar sem besta myndin. Það kemur helst á óvænt að nokkrir leikarar og leikkonur sem áttu stórleik á síðasta ári fengu ekki tilnefningar. Þar ber helst að nefna Opruh Winfrey í The Butler, Robert Redford í All Is Lost, Emmu Thompson í Saving Mr. Banks, Tom Hanks og Paul Greengrass í Captain Phillips, Scarlett Johansson fyrir Her, og James Gandolfini heitinn í Enough Said. Barkhad Abdi er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Captain Phillips og Lupita Nyong‘o sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir 12 Years a Slave. Þau voru bæði tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn og eru klárlega stjörnur sem vert er að fylgjast með á næstunni. Barkhad leikur sómalískan sjóræningja í Captain Phillips og fékk hlutverkið eftir að hafa sótt áheyrnarprufur fyrir myndina. Áður hafði hann fengist við að skjóta tónlistarmyndbönd og aðeins fiktað við leikstjórn í Minnesota þar sem hann býr en helstu tekjur sínar fékk hann þó fyrir að keyra limmósínu. Saga hans í Hollywood hefur verið ævintýri líkust og var hann einnig tilnefndur til SAG-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína sem sjóræninginn frá Sómalíu. Hann hefur nú ráðið sér umboðsmann í Hollywood og leitar að nýjum, spennandi hlutverkum í kvikmyndabransanum.Lupita Nyong‘o.Lupita Nyong‘o á foreldra frá Kenýa en fæddist í Mexíkó. Hún er því fyrsta manneskjan af kenýskum og mexíkóskum uppruna til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Faðir hennar, Peter Anyang‘ Nyong‘o, er pólitískur leiðtogi í Kenýa og eyddi Lupita því barnæskunni í sviðsljósinu. Lupita vann sem aðstoðarmaður í myndinni The Constant Gardener með Ralph Fiennes og Rachel Weisz og var hluti af tökuliðinu í tvo mánuði. Á tökustað fékk hún ráð frá Ralph sem sagði henni að hún ætti bara að verða leikkona ef hún gæti ekki lifað án þess. Leikstjórinn Steve McQueen fékk þúsund konur í prufur fyrir hlutverkið sem Lupita fékk í 12 Years a Slave. Lupita landaði hlutverkinu, sem er hennar fyrsta, þegar hún var nýútskrifuð af leiklistarbrautinni í Yale-háskóla. Næsta verkefni hennar er hasarmyndin Non-Stop með Liam Neeson og Julianne Moore sem verður frumsýnd 28. febrúar. Golden Globes Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndirnar American Hustle og Gravity hlutu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna sem tilkynntar voru eftir hádegi í gær í Los Angeles. Þær hlutu tíu tilnefningar hvor. 12 Years a Slave hlaut níu tilnefningar en myndirnar Captain Phillips, Dallas Buyers Club, Her, Nebraska, Philomena og The Wolf of Wall Street eru einnig tilnefndar sem besta myndin. Það kemur helst á óvænt að nokkrir leikarar og leikkonur sem áttu stórleik á síðasta ári fengu ekki tilnefningar. Þar ber helst að nefna Opruh Winfrey í The Butler, Robert Redford í All Is Lost, Emmu Thompson í Saving Mr. Banks, Tom Hanks og Paul Greengrass í Captain Phillips, Scarlett Johansson fyrir Her, og James Gandolfini heitinn í Enough Said. Barkhad Abdi er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Captain Phillips og Lupita Nyong‘o sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir 12 Years a Slave. Þau voru bæði tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn og eru klárlega stjörnur sem vert er að fylgjast með á næstunni. Barkhad leikur sómalískan sjóræningja í Captain Phillips og fékk hlutverkið eftir að hafa sótt áheyrnarprufur fyrir myndina. Áður hafði hann fengist við að skjóta tónlistarmyndbönd og aðeins fiktað við leikstjórn í Minnesota þar sem hann býr en helstu tekjur sínar fékk hann þó fyrir að keyra limmósínu. Saga hans í Hollywood hefur verið ævintýri líkust og var hann einnig tilnefndur til SAG-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína sem sjóræninginn frá Sómalíu. Hann hefur nú ráðið sér umboðsmann í Hollywood og leitar að nýjum, spennandi hlutverkum í kvikmyndabransanum.Lupita Nyong‘o.Lupita Nyong‘o á foreldra frá Kenýa en fæddist í Mexíkó. Hún er því fyrsta manneskjan af kenýskum og mexíkóskum uppruna til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Faðir hennar, Peter Anyang‘ Nyong‘o, er pólitískur leiðtogi í Kenýa og eyddi Lupita því barnæskunni í sviðsljósinu. Lupita vann sem aðstoðarmaður í myndinni The Constant Gardener með Ralph Fiennes og Rachel Weisz og var hluti af tökuliðinu í tvo mánuði. Á tökustað fékk hún ráð frá Ralph sem sagði henni að hún ætti bara að verða leikkona ef hún gæti ekki lifað án þess. Leikstjórinn Steve McQueen fékk þúsund konur í prufur fyrir hlutverkið sem Lupita fékk í 12 Years a Slave. Lupita landaði hlutverkinu, sem er hennar fyrsta, þegar hún var nýútskrifuð af leiklistarbrautinni í Yale-háskóla. Næsta verkefni hennar er hasarmyndin Non-Stop með Liam Neeson og Julianne Moore sem verður frumsýnd 28. febrúar.
Golden Globes Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein