Lífið

Eva María Daniels á forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Eva María Daniels
Eva María Daniels Fréttablaðið/Vilhelm
Eva María Daniels er kvikmyndaframleiðandi í New York.  Hún hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna og hefur unnið með sumum frægustu leikstjórum og leikurum heims.

Hún stofnaði sitt eigið kvikmyndaframleiðslufyrirtæki árið 2010, Eva Daniels Productions, en starfsemin er í Los Angeles.  Hún býr þó í New York og dvelur talsvert í Sviss líka, þar sem hún er meðeigandi í nýju fjárfestinga- og þróunarfyrirtæki.  Og svo er hún með annan fótinn á Íslandi.

„Einn fyrsti kúnninn minn í New York var Tim Burton og hann hafði aldrei áður búið til bíómynd með þessari nýju stafrænu leið.  Ég hafði verið mikill aðdáandi hans og fannst það meiriháttar að sitja við hliðina á honum og fylgjast með vinnubrögðum hans svona nýkomin til New York,“ segir Eva María.

„Ég vann líka snemma með James Brooks, einum höfundi Simpsons þáttanna.  Hann leikstýrði myndum á borð við As Good as it Gets, en ég átti samstarf við hann í annarri mynd sem heitir How Do You Know . Það var mjög lærdómsríkt að vera á setti með honum og fylgjast með vinnubrögðunum. Og auðvitað er ótrúlega gaman að verja vinnudeginum með svona leikstjórum og fá að ráðleggja þeim á tæknilega sviðinu. Það var ótrúleg upplifun og skemmtilegt.”

Aðrir leikstjórar sem Eva vann með á þessum tíma voru meðal annars Spike Jonze, Tony Scott og Brett Ratner.

Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttablaðinu og á Vísi á morgun.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.