Vodafone rukkar fyrir niðurhal á Google og YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2014 07:00 Fjarskiptafyrirtækið Vodafone rukkar fyrir erlent niðurhal á síðum Google og YouTube. Notkun á þessum svæðum er oft á tíðum ekki skilgreind sem erlent niðurhal. Google hefur gefið netþjóna víðsvegar um heiminn og speglar sá netþjónn efni frá vefsíðum Google og Youtube. Þeir eru með íslenskar IP-tölur en fjarskiptafyrirtækin sjá um uppihald, rafmagn og gagnaflæði til og frá netþjónunum. Notkun á þessum svæðum ætti því ekki að vera skilgreind sem erlent niðurhal. Íslenskir notendur sækja efni á þessum svæðum innanlands. Um leið og einhver Íslendingur halar niður efni frá til að mynda á YouTube hefur það myndband verið vistað á umræddum netþjóni sem speglar því áfram. Vodafone hefur aftur á móti tekið þá ákvörðum að rukka sína viðskiptavini fyrir erlent niðurhal á umræddum svæðum Google og Youtube. „Allt efni sem vistað er hérlendis telst til innlends niðurhals hjá Símanum. Allt það sem sótt er utan landssteinanna er erlent. Ef vinsælt YouTube-efni er vistað innlands heyrir það til innlends niðurhals,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Vísi. „Síminn breytti ekki forsendum flokkunar milli erlends og innlends efnis til þess að geta talið Youtube-efni viðskiptavini sinna eftir að það var vistað á innlendum netþjóni. Við speglunina í maí minnkaði erlent niðurhal heimila hjá Símanum um 28%. Breytingin varð beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann.“ Fjarskiptafyrirtækið Hringdu rukkar ekki fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum líkt og Vodafone. „Hjá Hringdu höfum við verið með efnisspegla líkt og önnur fjarskiptafélög í þó nokkurn tíma til að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar, en það efni sem fer í gegnum speglana hjá Hringdu hefur ávallt verið flokkað sem innlent gagnamagn. Það er okkar álit að það sé eina rétta leiðin í meðhöndlun á því efni sem fer í speglana og munum við halda þeirri stefnu áfram,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Hringdu, í samtali við Vísi. Það sama er upp á teninginum hjá fjarskipafyrirtækinu Tal og rukkar fyrirtækið ekki fyrir erlent niðurhal á Google og Youtube. „Niðurhal sem fer í gegnum speglunarþjónustu Google flokkast sem innlent niðurhal og eru viðskiptavinir Tals ekki rukkaðir fyrir það,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, forstöðumaður verkefna- og tæknisvið hjá Tal, í samtali við Vísi. 365 býður einnig upp á netþjónustu og rukkar fyrirtækið ekki fyrir niðurhal á Google síðum og Youtube. Í því tilfelli styðst fyrirtækið einnig við samskonar speglun eða það sem kallast Google Cache netþjónn. Þess ber að geta að Vísir.is er í eigu 365. Af þeim fimm fjarskiptafyrirtækjum sem fréttastofa skoðaði var Vodafone eina fyrirtækið sem rukkaði fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum. Fjarskiptafyrirtæki á borð við NOVA, sem býður upp á internetþjónustu í gegnum 3G og 4G, rukkar fyrir allt niðurhal hvort sem það er innanlands eða erlent niðurhal. Í þig tilfelli er ekki gerður greinarmunur á niðurhali yfirleitt. Þess í stað hefur Vodafone aukið innifalið gagnamagn allra netáskrifta og á sama tíma hækkar ekki verð á netþjónustu við breytinguna, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta muni stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Aukningin nemur allt að 250 gígabætum, en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone rukkar fyrir erlent niðurhal á síðum Google og YouTube. Notkun á þessum svæðum er oft á tíðum ekki skilgreind sem erlent niðurhal. Google hefur gefið netþjóna víðsvegar um heiminn og speglar sá netþjónn efni frá vefsíðum Google og Youtube. Þeir eru með íslenskar IP-tölur en fjarskiptafyrirtækin sjá um uppihald, rafmagn og gagnaflæði til og frá netþjónunum. Notkun á þessum svæðum ætti því ekki að vera skilgreind sem erlent niðurhal. Íslenskir notendur sækja efni á þessum svæðum innanlands. Um leið og einhver Íslendingur halar niður efni frá til að mynda á YouTube hefur það myndband verið vistað á umræddum netþjóni sem speglar því áfram. Vodafone hefur aftur á móti tekið þá ákvörðum að rukka sína viðskiptavini fyrir erlent niðurhal á umræddum svæðum Google og Youtube. „Allt efni sem vistað er hérlendis telst til innlends niðurhals hjá Símanum. Allt það sem sótt er utan landssteinanna er erlent. Ef vinsælt YouTube-efni er vistað innlands heyrir það til innlends niðurhals,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Vísi. „Síminn breytti ekki forsendum flokkunar milli erlends og innlends efnis til þess að geta talið Youtube-efni viðskiptavini sinna eftir að það var vistað á innlendum netþjóni. Við speglunina í maí minnkaði erlent niðurhal heimila hjá Símanum um 28%. Breytingin varð beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann.“ Fjarskiptafyrirtækið Hringdu rukkar ekki fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum líkt og Vodafone. „Hjá Hringdu höfum við verið með efnisspegla líkt og önnur fjarskiptafélög í þó nokkurn tíma til að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar, en það efni sem fer í gegnum speglana hjá Hringdu hefur ávallt verið flokkað sem innlent gagnamagn. Það er okkar álit að það sé eina rétta leiðin í meðhöndlun á því efni sem fer í speglana og munum við halda þeirri stefnu áfram,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Hringdu, í samtali við Vísi. Það sama er upp á teninginum hjá fjarskipafyrirtækinu Tal og rukkar fyrirtækið ekki fyrir erlent niðurhal á Google og Youtube. „Niðurhal sem fer í gegnum speglunarþjónustu Google flokkast sem innlent niðurhal og eru viðskiptavinir Tals ekki rukkaðir fyrir það,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, forstöðumaður verkefna- og tæknisvið hjá Tal, í samtali við Vísi. 365 býður einnig upp á netþjónustu og rukkar fyrirtækið ekki fyrir niðurhal á Google síðum og Youtube. Í því tilfelli styðst fyrirtækið einnig við samskonar speglun eða það sem kallast Google Cache netþjónn. Þess ber að geta að Vísir.is er í eigu 365. Af þeim fimm fjarskiptafyrirtækjum sem fréttastofa skoðaði var Vodafone eina fyrirtækið sem rukkaði fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum. Fjarskiptafyrirtæki á borð við NOVA, sem býður upp á internetþjónustu í gegnum 3G og 4G, rukkar fyrir allt niðurhal hvort sem það er innanlands eða erlent niðurhal. Í þig tilfelli er ekki gerður greinarmunur á niðurhali yfirleitt. Þess í stað hefur Vodafone aukið innifalið gagnamagn allra netáskrifta og á sama tíma hækkar ekki verð á netþjónustu við breytinguna, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta muni stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Aukningin nemur allt að 250 gígabætum, en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira