Ógnvekjandi brekkuklifur Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2014 10:52 Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent
Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent