Íslenski boltinn

Valur steinlá fyrir meisturunum | Harpa með fjögur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjörnustúlkur skoruðu sjö í kvöld.
Stjörnustúlkur skoruðu sjö í kvöld. Vísir/Daníel
Fimmtu umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum en Stjarnan skaut sér upp í annað sætið.

Íslandsmeistararnir unnu stórsigur á Val, 6-2, í Garðabænum þar sem Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fernu. Elva Friðjónsdóttir, Sigrún Ella Einarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir skoruðu hin mörk Stjörnukvenna en Hildur Antonsdóttir og Dóra María Lárusdóttir fyrir Val.

Stjarnan er með tólf stig og er einu stigi á eftir Þór/KA sem vann ÍA, 3-2, í gærkvöldi.

Valur er svo í þriðja sætinu með tíu stig, rétt eins og Fylkir sem vann 3-0 sigur á FH í kvöld en Rut Kristjánsdóttur, Lucy Gildein og Aníta Björk Axelsdóttir skoruðu mörk Fylkis í leiknum.

Selfoss hafði svo sætaskipti við Breiðablik eftir 3-2 sigur í spennandi leik eins og fjallað er um hér.

Fyrr í kvöld vann ÍBV sigur á botnliði Aftureldingar, 4-0.

Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×