Lífið

Fær 18 mánuði til að mála verk á 100 fermetra

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér sést Hjalti fyrir framan eitt verka sinna.
Hér sést Hjalti fyrir framan eitt verka sinna.
Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius Finnsson var nýverið ráðinn til Alvogen í því skyni að mála ný málverk í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem rís óðum um þessar mundir í Vatnsmýrinni. Samningurinn er til eins og hálfs árs en á þeim tíma mun Hjalti mála þrjú verk í byggingunni sem samtals spanna hundrað fermetra rými. Hjalti er þekktastur fyrir olíumálverk þar sem teiknimyndamótíf eru í forgrunni og því má gera ráð fyrir að verk hans muni glæða staðinn lífi og litum.

Hjalti segir þetta mikinn heiður og þakkar það traust sem honum er sýnt. ,,Þetta er gríðarlega umfangsmikið verk og á sama tíma mjög spennandi fyrir mig sem myndlistarmann,” segir Hjalti Parelius. Hjalti lítur á sjálfan sig sem pistlahöfund sem málar en umfjöllunarefni hans taka oft á fréttum líðandi stundar.

Húsið verður tekið í notkun í ársbyrjun 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.