Veiði lokið í Eyjafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2014 09:08 Væ bleikja úr Eyjafjarðará 2012 Árnar áEyjafjarðarsvæðinu áttu heldur erfitt sumar og þá sérstaklega í júlí þegar mikið vatn vegna leysinga angraði veiðimenn. Eyjafjarðará var tók nokkra daga þar sem hún var ansi vatnsmikil og erfið viðureignar og til að bæta gráu ofan á svart gekk fiskurinn heldur seint í hana. Áin var í þessu ástandi meira og minna út júlí og auk þess að vera vatnsmikil datt hún í lit ansi marga daga til viðbótar sem gerði ánna alveg óveiðanlega. Heildarveiðin í ánni eftir sumarið er 614 fiskar og það skiptist þannig að það veiddust 396 bleikjur, 167 sjóbirtingar, 49 staðbundnir urriðar og 2 laxar. Veiðin í fyrra var 593 fiskar samtals. Svæði 5 er jafnan mjög drjúgt í ánni og var það einnig í sumar en samtals komu 102 bleikjur upp þar í sumar. Flestir sjóbirtingar komu síðan upp af svæði 2 eins og venjulega. Veiðin í öðrum ám á svæðinu var langt undir væntingum en það var ekki fiskleysi að kenna heldur erfiðum skilyrðum, miklu og skoluðu vatni. Stangveiði Mest lesið Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Vorveiðin fer ágætlega af stað í Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Árnar áEyjafjarðarsvæðinu áttu heldur erfitt sumar og þá sérstaklega í júlí þegar mikið vatn vegna leysinga angraði veiðimenn. Eyjafjarðará var tók nokkra daga þar sem hún var ansi vatnsmikil og erfið viðureignar og til að bæta gráu ofan á svart gekk fiskurinn heldur seint í hana. Áin var í þessu ástandi meira og minna út júlí og auk þess að vera vatnsmikil datt hún í lit ansi marga daga til viðbótar sem gerði ánna alveg óveiðanlega. Heildarveiðin í ánni eftir sumarið er 614 fiskar og það skiptist þannig að það veiddust 396 bleikjur, 167 sjóbirtingar, 49 staðbundnir urriðar og 2 laxar. Veiðin í fyrra var 593 fiskar samtals. Svæði 5 er jafnan mjög drjúgt í ánni og var það einnig í sumar en samtals komu 102 bleikjur upp þar í sumar. Flestir sjóbirtingar komu síðan upp af svæði 2 eins og venjulega. Veiðin í öðrum ám á svæðinu var langt undir væntingum en það var ekki fiskleysi að kenna heldur erfiðum skilyrðum, miklu og skoluðu vatni.
Stangveiði Mest lesið Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Vorveiðin fer ágætlega af stað í Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði