Ferrari í forþjöppur og rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 11:44 Ferrari LaFerrari er 963 hestafla tryllitæki með rafmótora auk V12 bensínvélar. Allir bílaframleiðendur verða að hlýta lögum um lækkun mengunar bíla þeirra og þar eru sportbílaframleiðendurnir ekki undanskildir. Ferrari, sem framleiðir afar öfluga bíla ætlar að ná þessum markmiðum með notkun forþjappa í vélar sínar, auk rafmótora. Ferrari hefur einsett sér að ná niður mengun bíla sinna um 20% til ársins 2021. Ferrari mun nota forþjöppur með V-8 vélum sínum og bæta rafmótorum við þá bíla sem eru með V12 vélar. Til er ein bílgerð hjá Ferrari sem nú þegar notast við forþjöppu, þ.e. California T, en brátt munu allar bílgerðir sem eru með V8 vélar einnig verða með forþjöppum. Afl þessara véla mun í leiðinni aðeins vaxa. Ferrari F12 Berlinetta og FF eru með V12 vélar og munu rafmótorar brátt bætast við í þeim bílum. Einn framleiðslubíll Ferrari, þ.e. LaFerrari er nú þegar með rafmótora og er sá bíll 963 hestöfl. Þar koma 800 hestöfl frá V12 vélinni og 163 hestöfl frá rafmótorum. Sem dæmi um hve hversu mikið rafmótorar hjálpa til við lækkun mengunar má nefna að forveri LaFerrari, Ferrari Enzo mengaði 877 g/km en LaFerrari, sem er 303 hestöflum öflugari, mengar 531 g/km. Ferrari segir að ekki sé heppilegt að nota forþjöppur með V12 bílum sínum þar sem þær þyrftu 4 forþjöppur sem myndi taka of mikið pláss og einnig búa til of mikinn hita í vélarrúmi bílanna. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Allir bílaframleiðendur verða að hlýta lögum um lækkun mengunar bíla þeirra og þar eru sportbílaframleiðendurnir ekki undanskildir. Ferrari, sem framleiðir afar öfluga bíla ætlar að ná þessum markmiðum með notkun forþjappa í vélar sínar, auk rafmótora. Ferrari hefur einsett sér að ná niður mengun bíla sinna um 20% til ársins 2021. Ferrari mun nota forþjöppur með V-8 vélum sínum og bæta rafmótorum við þá bíla sem eru með V12 vélar. Til er ein bílgerð hjá Ferrari sem nú þegar notast við forþjöppu, þ.e. California T, en brátt munu allar bílgerðir sem eru með V8 vélar einnig verða með forþjöppum. Afl þessara véla mun í leiðinni aðeins vaxa. Ferrari F12 Berlinetta og FF eru með V12 vélar og munu rafmótorar brátt bætast við í þeim bílum. Einn framleiðslubíll Ferrari, þ.e. LaFerrari er nú þegar með rafmótora og er sá bíll 963 hestöfl. Þar koma 800 hestöfl frá V12 vélinni og 163 hestöfl frá rafmótorum. Sem dæmi um hve hversu mikið rafmótorar hjálpa til við lækkun mengunar má nefna að forveri LaFerrari, Ferrari Enzo mengaði 877 g/km en LaFerrari, sem er 303 hestöflum öflugari, mengar 531 g/km. Ferrari segir að ekki sé heppilegt að nota forþjöppur með V12 bílum sínum þar sem þær þyrftu 4 forþjöppur sem myndi taka of mikið pláss og einnig búa til of mikinn hita í vélarrúmi bílanna.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent