Daninn Stephen Nielsen til í að spila fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 18:45 Íslenska landsliðið gæti fengið góðan liðstyrk á næstu misserum fái danski markvörðurinn Stephen Nielsen íslenskt vegabréf en Nielsen er spenntur fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. Stephen Nielsen hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildar karla í handbolta síðustu tvö tímabil, fyrst með Fram í fyrra og nú með toppliði Valsmanna. Stephen Nielsen fór á kostum í marki Valsmanna á móti Haukum í gærkvöldi. Hann hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og unnu sannfærandi sigur, 33-26. Stephen Nielsen var öðrum fremur maður leiksins og Guðjón Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn. „Við erum á góðum stað núna en það er langur vegur eftir. Það er einn leikur fyrir jólafrí en þetta snýst alltaf um að standa sig sem best eftir jól. Það er samt alltaf gaman að vera í fyrsta sæti," sagði Stephen Nielsen sem talaði íslensku í viðtalinu við Gaupa. Stephen Nielsen útilokar ekki að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til þess að freista þess að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu. „Það væri mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu og mjög gaman. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en mér líður rosalega vel á Íslandi og ef mér væri boðið þetta tækifæri þá myndi ég bara segja: Já, takk," sagði Stephen Nielsen brosandi. Stephen Nielsen varði 24 skot frá Haukunum í gær þar af 14 af 24 skotum Haukanna í fyrri hálfleiknum (58 prósent markvarsla) þegar Valsliðið náði sjö marka forskoti. Allt innslag Guðjóns Guðmundssonar um leikinn má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
Íslenska landsliðið gæti fengið góðan liðstyrk á næstu misserum fái danski markvörðurinn Stephen Nielsen íslenskt vegabréf en Nielsen er spenntur fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. Stephen Nielsen hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildar karla í handbolta síðustu tvö tímabil, fyrst með Fram í fyrra og nú með toppliði Valsmanna. Stephen Nielsen fór á kostum í marki Valsmanna á móti Haukum í gærkvöldi. Hann hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og unnu sannfærandi sigur, 33-26. Stephen Nielsen var öðrum fremur maður leiksins og Guðjón Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn. „Við erum á góðum stað núna en það er langur vegur eftir. Það er einn leikur fyrir jólafrí en þetta snýst alltaf um að standa sig sem best eftir jól. Það er samt alltaf gaman að vera í fyrsta sæti," sagði Stephen Nielsen sem talaði íslensku í viðtalinu við Gaupa. Stephen Nielsen útilokar ekki að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til þess að freista þess að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu. „Það væri mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu og mjög gaman. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en mér líður rosalega vel á Íslandi og ef mér væri boðið þetta tækifæri þá myndi ég bara segja: Já, takk," sagði Stephen Nielsen brosandi. Stephen Nielsen varði 24 skot frá Haukunum í gær þar af 14 af 24 skotum Haukanna í fyrri hálfleiknum (58 prósent markvarsla) þegar Valsliðið náði sjö marka forskoti. Allt innslag Guðjóns Guðmundssonar um leikinn má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23