Tónlist

Frumsýning á Vísi: Nýtt myndband frá AmabAdamA

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá hljómsveitinni AmabAdamA við lagið Gaia en það er önnur smáskífa af nýútkominni plötu sveitarinnar, Heyrðu mig nú. Lag og texti er eftir Gnúsa Yones og að sögn meðlima sveitarinnar er þetta ástaróður hans til jarðarinnar.

Siggi Bahama sá um leikstjórn og handrit myndbandsins og tónar það vel við þema lagsins þar sem engir leikmunir voru keyptir við gerð myndbandsins. Allt sem sést í myndbandinu var fengið að láni og fóru til að mynda dagblöðin og pappírinn í endurvinnsluna eftir að tökum lauk. Um kvikmyndatöku sá Ingi Lár.

AmabAdamA er ein vinsælasta hljómsveit Íslands um þessar mundir og hlaut á dögunum sex tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Platan Heyrðu mig nú kom út 7. nóvember og ætlar sveitin að fagna útgáfu hennar á tvennum tónleikum, annars vegar í Gamla bíói fimmtudaginn 18. desember og hins vegar á Græna hattinum á Akureyri þann 19. desember


Tengdar fréttir

Skálmöld með níu tilnefningar

Hljómsveitin Skálmöld fær flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár, eða níu talsins. Tilkynnt var um það í Hörpu fyrir stundu. Reggísveitin Amabadama kemur þar á eftir með sex tilnefningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.