Bíó og sjónvarp

Fara í mál við framleiðendur 2 Guns

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Áfengisfyrirtækið Remy Cointreau USA hefur höfðað mál gegn Brand-In Entertainment, framleiðendum myndarinnar 2 Guns sem Baltasar Kormákur leikstýrði, samkvæmt heimildum TMZ.

Remy Cointreau USA segist hafa gert samning við framleiðendur myndarinnar og borgað fimmtíu þúsund dollara, tæplega sex milljónir króna, fyrir vörulaum sem birtist aldrei. Átti karakter Denzels Washingtons, Bobby, að hella koníakinu Remy Martin í glas og segja að það væri hans eftirlætisdrykkur. Þá átti karakter Paulu Pattons, Deb, einnig að hella sér í glas.

Vandmálið er að þetta atriði birtist aldrei í myndinni og því hefur Remy Cointreau USA höfðað mál gegn Brand-In Entertainment.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.