Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 2. janúar 2014 08:58 Nú er opið fyrir umsóknir veiðileyfa hjá SVFR og sem fyrr er úrvalið til veiðimanna á veiðisvæðum gott en sum svæðin eru greinilega vinsælli en önnur. Þrátt fyrir að SVFR hafi misst tvær af sínum stærri ám, Norðurá og Laxá í Dölum, býður félagið mikið úrval veiðisvæða sem henta öllum félagsmönnum. Flaggskip félagsins að þessu sinni er Langá á Mýrum en hún hefur verið vel sótt og veiðin í henni verið frábær síðustu ár ef undanskilið er árið 2012. Laxá í Mývatnssveit hefur sterkan hóp aðdáenda sem fara í hana á hverju ári og margir hafa veitt sömu dagana í hátt í áratug. Eitt af nýju heitu svæðunum hjá félaganu eru Steinsmýrarvötn en þar er mikil veiði og verð veiðileyfa stillt í hóf svo þar ættu allir að geta komist í góða veiði fyrir lítinn pening. Það má reikna með mikilli aðsókn í Hítará sem og í Elliðaárnar en áfram verður farið þá leið að sótt er sérstaklega um þær eins og í fyrra svo A leyfin þarf ekki að nýta í þá umsókn heldur nýtist hún í aðrar umsóknir. Þegar umsóknarferli og úthlutunarferli lýkur fara veiðileyfi félagsins í almenna sölu. Frekari upplýsingar um umsóknir er að finna á heimasíðu SVFR, www.svfr.is Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði
Nú er opið fyrir umsóknir veiðileyfa hjá SVFR og sem fyrr er úrvalið til veiðimanna á veiðisvæðum gott en sum svæðin eru greinilega vinsælli en önnur. Þrátt fyrir að SVFR hafi misst tvær af sínum stærri ám, Norðurá og Laxá í Dölum, býður félagið mikið úrval veiðisvæða sem henta öllum félagsmönnum. Flaggskip félagsins að þessu sinni er Langá á Mýrum en hún hefur verið vel sótt og veiðin í henni verið frábær síðustu ár ef undanskilið er árið 2012. Laxá í Mývatnssveit hefur sterkan hóp aðdáenda sem fara í hana á hverju ári og margir hafa veitt sömu dagana í hátt í áratug. Eitt af nýju heitu svæðunum hjá félaganu eru Steinsmýrarvötn en þar er mikil veiði og verð veiðileyfa stillt í hóf svo þar ættu allir að geta komist í góða veiði fyrir lítinn pening. Það má reikna með mikilli aðsókn í Hítará sem og í Elliðaárnar en áfram verður farið þá leið að sótt er sérstaklega um þær eins og í fyrra svo A leyfin þarf ekki að nýta í þá umsókn heldur nýtist hún í aðrar umsóknir. Þegar umsóknarferli og úthlutunarferli lýkur fara veiðileyfi félagsins í almenna sölu. Frekari upplýsingar um umsóknir er að finna á heimasíðu SVFR, www.svfr.is
Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði