Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Snær Blær skrifar 16. janúar 2014 12:35 Um leið og netsambandið rofnaði fraus Helgi og varð að láta tæknimann sækja hann. Óvenju slæm bilun varð í búnaði Símans í gær sem olli truflunum á netsamböndum, sjónvarpssendingum og í nokkrum tilvikum sambandsleysi við þingmenn Pírata. Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að bilunin hafi meðal annars orðið til þess að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður, fraus í ræðustól og varð að fara með hann í viðgerð. „Um hálf þrjú leytið í gær verður miðlæg bilun í svokölluðum kjarnabeini og í kjölfarið verða truflanir á IP-netinu sem hefur þau áhrif að heilastarfssemi og súrefnisinntaka margra Pírata verður fyrir truflunum,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Mælir hún með því að foreldrar (eða ef svo ólíklega vill til, kærustur) Pírata komi með þá niður í næstu verslun Símans þar sem hægt verður að endurræsa þá.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu sem þjáist af einhverjum bévítans vírus. Harmageddon Mest lesið Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Píratar bjóða fram í Reykjavík Harmageddon "Bradley Manning átti aldrei séns“ Harmageddon Brennivín til Bandaríkjanna Harmageddon „Ráðherra grátandi á Facebook eins og táningsstelpa“ Harmageddon Sannleikurinn: Fjármálaráðherra byrlað nauðgunarlyf á gamlárskvöld Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Bandarískir rapparar hrifnir af Actavis Harmageddon
Óvenju slæm bilun varð í búnaði Símans í gær sem olli truflunum á netsamböndum, sjónvarpssendingum og í nokkrum tilvikum sambandsleysi við þingmenn Pírata. Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að bilunin hafi meðal annars orðið til þess að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður, fraus í ræðustól og varð að fara með hann í viðgerð. „Um hálf þrjú leytið í gær verður miðlæg bilun í svokölluðum kjarnabeini og í kjölfarið verða truflanir á IP-netinu sem hefur þau áhrif að heilastarfssemi og súrefnisinntaka margra Pírata verður fyrir truflunum,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Mælir hún með því að foreldrar (eða ef svo ólíklega vill til, kærustur) Pírata komi með þá niður í næstu verslun Símans þar sem hægt verður að endurræsa þá.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu sem þjáist af einhverjum bévítans vírus.
Harmageddon Mest lesið Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Píratar bjóða fram í Reykjavík Harmageddon "Bradley Manning átti aldrei séns“ Harmageddon Brennivín til Bandaríkjanna Harmageddon „Ráðherra grátandi á Facebook eins og táningsstelpa“ Harmageddon Sannleikurinn: Fjármálaráðherra byrlað nauðgunarlyf á gamlárskvöld Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Bandarískir rapparar hrifnir af Actavis Harmageddon