Torfærubjalla Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 13:15 Núverandi bjalla frá Volkswagen er ekki þekktust fyrir það að höndla torfærari vegi eins vel og bjallan hér á árum áður gerði. Gamla bjallan var ári seig í glímunni við ófærð af ýmsum toga og það vilja Volkswagen menn nú færa nýju bjöllunni líka, með breyttri og nýrri útgáfu. Á bílasýningunni sem var að opna í Detroit sýnir Volkswagen nú einskonar torfærubjöllu, en bíllinn hefur fengið viðurnefnið VW Beetle Dune Concept og er tilraunabíll enn sem komið er. Þessi nýja útfærsla bjöllunnar er með 5 cm meiri veghæð en hefðbundin bjalla og skartar sömu vél og er í Turbo-útgáfu bjöllunnar sem er 210 hestöfl. Hjólaskálar bílsins eru stærri og svartir brettakantarnir einkenna þennan bíl líkt og marga aðra bíla sem færir eiga vera um að glíma við ófærur. Framendinn er nokkuð breyttur og álvarnarplatan að framan gerir hann enn sennilegri til átaka. Að aftan er bíllinn með sniðugar festingar fyrir skíði og snjóbretti, en þær falla inní vindskeiðina að aftan. Bíllinn er sjálfskiptur og með tvöfalda kúplingu og stendur á fallegum 19 tommu felgum. Eins og þeir sem vel þekkja til bjöllunnar muna er þetta ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen kynnir háfættari bjöllu, en það gerði fyrirtækið einnig árið 2000 og kallaðist hún líka Dune. Sú bjalla fór aldrei í framleiðslu, en vonandi verða það ekki einnig örlög þessarar fallegu útgáfu. Sniðugar skíðafestingar að aftan. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent
Núverandi bjalla frá Volkswagen er ekki þekktust fyrir það að höndla torfærari vegi eins vel og bjallan hér á árum áður gerði. Gamla bjallan var ári seig í glímunni við ófærð af ýmsum toga og það vilja Volkswagen menn nú færa nýju bjöllunni líka, með breyttri og nýrri útgáfu. Á bílasýningunni sem var að opna í Detroit sýnir Volkswagen nú einskonar torfærubjöllu, en bíllinn hefur fengið viðurnefnið VW Beetle Dune Concept og er tilraunabíll enn sem komið er. Þessi nýja útfærsla bjöllunnar er með 5 cm meiri veghæð en hefðbundin bjalla og skartar sömu vél og er í Turbo-útgáfu bjöllunnar sem er 210 hestöfl. Hjólaskálar bílsins eru stærri og svartir brettakantarnir einkenna þennan bíl líkt og marga aðra bíla sem færir eiga vera um að glíma við ófærur. Framendinn er nokkuð breyttur og álvarnarplatan að framan gerir hann enn sennilegri til átaka. Að aftan er bíllinn með sniðugar festingar fyrir skíði og snjóbretti, en þær falla inní vindskeiðina að aftan. Bíllinn er sjálfskiptur og með tvöfalda kúplingu og stendur á fallegum 19 tommu felgum. Eins og þeir sem vel þekkja til bjöllunnar muna er þetta ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen kynnir háfættari bjöllu, en það gerði fyrirtækið einnig árið 2000 og kallaðist hún líka Dune. Sú bjalla fór aldrei í framleiðslu, en vonandi verða það ekki einnig örlög þessarar fallegu útgáfu. Sniðugar skíðafestingar að aftan.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent