Sport

Djokovic á greiða leið í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Novak Djokovic.
Novak Djokovic. Nordic Photos/Getty
Niðurröðun þeirra bestu fyrir opna ástralska meistaramótið í tennis var tilkynnt nú í morgun.

Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi en þeim 32 bestu í einliðaleik karla og kvenna er raðað svo að þeir mætist ekki fyrr en á síðari stigum keppninnar.

Novak Djokovic á titil að verja í karlaflokki en hann er í hópi þeim fjórmenninga sem hafa nánast einokað titlana á stórmótum undanfarin ár. Hinir eru Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray.

Að venju taka 128 keppendur þátt í aðalkeppninni og er þeim skipt í tvo hópa. „Sigurvegararnir“ úr hvorum hópnum mætast svo í úrslitaleiknum.

Niðurröðunin er á þann veg nú að Djokovic er í öðrum hópnum en þeir Nadal, Federer og Murray í hinum.

Það skýrist af því að Murray er dottinn niður í fjórða sæti heimslistans og Federer það sjötta. Nadal er sem fyrr efstur á listanum og raðað inn sem sterkasta keppenda mótsins.

Djokovic þarf þó að glíma við erfiða andstæðinga á leið sinni í úrslitin en meðal þeirra eru David Ferrer (3. sæti), Juan Marin del Potro (5. sæti) og Stanislaw Wawrinka (8. sæti)

Serena Williams er efst á blaði í kvennaflokki en nánari upplýsingar um niðurröðunina má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×