Erfið ákvörðun að hætta Ellý Ármanns skrifar 28. janúar 2014 18:30 Fyrrum landsliðskonan Greta Mjöll Samúelsdóttir lagði fótboltaskóna á hilluna á síðasta ári og bregður sér nú í nýtt hlutverk þegar hún stígur á svið í Söngvakeppninni næstkomandi laugardag. Eftir alvarleg meiðsl neyddist Greta til að segja skilið við fótboltann og líkir því einlæg við endalok farsæls ástarsambands. „Ég ólst upp á fótboltavellinum enda fylgdi ég mömmu á æfingar og var fótboltinn ein aðal barnapían,“ segir Greta en hún er dóttir þeirra Ástu B. Gunnlaugsdóttur og Samúels Arnar Erlingssonar. Greta var fjögurra ára þegar hún keppti í fyrsta sinn og aðeins 14 ára gömul þegar hún var valin í 17 ára landsliðið. Þá hafði Greta æft bæði fimleika og frjálsar samhliða fótboltanum en þegar hún þurfti að velja á milli kom aldrei neitt annað til greina en fótboltinn. „Það var mikill agi í hinum íþróttunum og ég leit oft á fótboltaæfingar sem verðlaun, því þar var alltaf skemmtilegt. Ég hef þó hlaupið fyrir Ísland í Ólympíuleikum 17 ára og yngri og kunni vel við frjálsar en fótboltinn bar sigur úr bítum.“ Eftirminnilegasti landsleikur Gretu Mjallar hlýtur að teljast 100 landleikur Íslands í kvennaknattspyrnu. „Þetta var fyrsti landsleikurinn sem ég var í byrjunarliði og ólýsanleg tilfinning að standa á vellinum á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Mamma hafði skorað í fyrsta leik landsliðsins og ég skoraði í þeim hundraðasta, beint úr horni, sem er pottþétt með því svalasta sem ég hef afrekað. Markinu fagnaði ég með fimleikahoppi því það var enginn leikmaður nálægt til að fagna með. Eftir leikinn snérist allt um þetta blessaða hopp, frekar en þetta flotta mark sem ég var svo stolt af,“ segir Greta hlæjandi.Ástarsorg að hættaÞað reyndist Gretu erfið ákvörðun að hætta í kjölfar langvinnra hnémeiðsla en Greta horfir jákvæð fram á veginn. „Ég hafði lent í ýmsum meiðslum en ekkert var jafn erfitt og þegar ég sleit krossband árið 2008. Ég hef aldrei náð hnénu góðu þó ég hafi náð mér á skrið inn á milli og spilað aftur með landsliðinu. Eftir fjórar aðgerðir á þremur árum er ljóst að hnéð verður aldrei samt en líkaminn verður að endast mér æfina og því þurfti ég að hætta í boltanum. Þó það hljómi undarlega er ég þakklát fyrir meiðslin því fyrst þá, þegar ég gat ekki spilað, kunni ég almennilega að meta fótboltann. Þegar ég svo hætti tók við ferli sem líkist kannski helst ástarsorg. Ég var að enda gott og farsælt ástarsamband sem hafði fært mér dásamlegar minningar. Þegar ég opinberaði ákvörðunina grét ég allan daginn en vissi vel að þetta var það eina rétta í stöðunni.“Þær höfðu samband í október Greta hefur þó ekki haft mikinn tíma til að sakna fótboltans því við tók skemmtilegt verkefni og næsta laugardag getur alþjóð séð Gretu flytja lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppninni á Rúv. Lagið er samið af tónmenntakennaranum Ástu Björgu Björgvinsdóttur en textann á Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og blaðamaður. „Þær höfðu samband í október og báðu mig um að syngja demó. Ég hafði strax tröllatrú á laginu og vonaði það besta en ég er ekki menntuð í söng og engin okkar hafði tekið þátt áður. Við áttum eitt lag af rúmlega þrjúhundruð og því hávær fagnaðarópin þegar við komumst áfram.“ Greta hefur alltaf verið syngjandi en íþróttirnar áttu hug hennar allan í æsku og því enginn tími fyrir tónlistarnám. „Frænka mín sem er tónmenntakennari gaf okkur systrum gjarnan hljóðfæri í jólagjöf. Hófí systir fékk til dæmis blokkflautu og þverflautu sem hún fór létt með að læra á en það þýddi ekki að gefa mér annað en þríhorn,“ segir Greta og hlær. „Annars fer ég inn í þetta með svipað hugarfar og í fótboltanum. Ég geri mitt besta og skil allt eftir á sviðinu, rétt eins og á vellinum. Stundum eru örlögin þér í hag og stundum ekki en ef þú gerir þitt allra besta þá geturðu gengið sátt frá með bros á vör.“ Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Fyrrum landsliðskonan Greta Mjöll Samúelsdóttir lagði fótboltaskóna á hilluna á síðasta ári og bregður sér nú í nýtt hlutverk þegar hún stígur á svið í Söngvakeppninni næstkomandi laugardag. Eftir alvarleg meiðsl neyddist Greta til að segja skilið við fótboltann og líkir því einlæg við endalok farsæls ástarsambands. „Ég ólst upp á fótboltavellinum enda fylgdi ég mömmu á æfingar og var fótboltinn ein aðal barnapían,“ segir Greta en hún er dóttir þeirra Ástu B. Gunnlaugsdóttur og Samúels Arnar Erlingssonar. Greta var fjögurra ára þegar hún keppti í fyrsta sinn og aðeins 14 ára gömul þegar hún var valin í 17 ára landsliðið. Þá hafði Greta æft bæði fimleika og frjálsar samhliða fótboltanum en þegar hún þurfti að velja á milli kom aldrei neitt annað til greina en fótboltinn. „Það var mikill agi í hinum íþróttunum og ég leit oft á fótboltaæfingar sem verðlaun, því þar var alltaf skemmtilegt. Ég hef þó hlaupið fyrir Ísland í Ólympíuleikum 17 ára og yngri og kunni vel við frjálsar en fótboltinn bar sigur úr bítum.“ Eftirminnilegasti landsleikur Gretu Mjallar hlýtur að teljast 100 landleikur Íslands í kvennaknattspyrnu. „Þetta var fyrsti landsleikurinn sem ég var í byrjunarliði og ólýsanleg tilfinning að standa á vellinum á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Mamma hafði skorað í fyrsta leik landsliðsins og ég skoraði í þeim hundraðasta, beint úr horni, sem er pottþétt með því svalasta sem ég hef afrekað. Markinu fagnaði ég með fimleikahoppi því það var enginn leikmaður nálægt til að fagna með. Eftir leikinn snérist allt um þetta blessaða hopp, frekar en þetta flotta mark sem ég var svo stolt af,“ segir Greta hlæjandi.Ástarsorg að hættaÞað reyndist Gretu erfið ákvörðun að hætta í kjölfar langvinnra hnémeiðsla en Greta horfir jákvæð fram á veginn. „Ég hafði lent í ýmsum meiðslum en ekkert var jafn erfitt og þegar ég sleit krossband árið 2008. Ég hef aldrei náð hnénu góðu þó ég hafi náð mér á skrið inn á milli og spilað aftur með landsliðinu. Eftir fjórar aðgerðir á þremur árum er ljóst að hnéð verður aldrei samt en líkaminn verður að endast mér æfina og því þurfti ég að hætta í boltanum. Þó það hljómi undarlega er ég þakklát fyrir meiðslin því fyrst þá, þegar ég gat ekki spilað, kunni ég almennilega að meta fótboltann. Þegar ég svo hætti tók við ferli sem líkist kannski helst ástarsorg. Ég var að enda gott og farsælt ástarsamband sem hafði fært mér dásamlegar minningar. Þegar ég opinberaði ákvörðunina grét ég allan daginn en vissi vel að þetta var það eina rétta í stöðunni.“Þær höfðu samband í október Greta hefur þó ekki haft mikinn tíma til að sakna fótboltans því við tók skemmtilegt verkefni og næsta laugardag getur alþjóð séð Gretu flytja lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppninni á Rúv. Lagið er samið af tónmenntakennaranum Ástu Björgu Björgvinsdóttur en textann á Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og blaðamaður. „Þær höfðu samband í október og báðu mig um að syngja demó. Ég hafði strax tröllatrú á laginu og vonaði það besta en ég er ekki menntuð í söng og engin okkar hafði tekið þátt áður. Við áttum eitt lag af rúmlega þrjúhundruð og því hávær fagnaðarópin þegar við komumst áfram.“ Greta hefur alltaf verið syngjandi en íþróttirnar áttu hug hennar allan í æsku og því enginn tími fyrir tónlistarnám. „Frænka mín sem er tónmenntakennari gaf okkur systrum gjarnan hljóðfæri í jólagjöf. Hófí systir fékk til dæmis blokkflautu og þverflautu sem hún fór létt með að læra á en það þýddi ekki að gefa mér annað en þríhorn,“ segir Greta og hlær. „Annars fer ég inn í þetta með svipað hugarfar og í fótboltanum. Ég geri mitt besta og skil allt eftir á sviðinu, rétt eins og á vellinum. Stundum eru örlögin þér í hag og stundum ekki en ef þú gerir þitt allra besta þá geturðu gengið sátt frá með bros á vör.“
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira