Sport

Sú fyrsta frá Kína til að vinna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Li Na sýndi styrk sinn er hún lagði Slóvakann Dominiku Cibulkovu 7-6 og 6-0 í úrslitaleiknum á Opna ástralska mótinu í tennis í morgun.

Na átti í vandræðum með uppgjöf sína og gerði mörg mistök í forhandarslögum sínum í fyrra settinu en náði þó að landa sigri í því. Eftirleikurinn var svo auðveldur í öðru settinu.

Li, sem er 31 árs, er elsta konan til að vinna sigur á mótinu. Metið var áður í eigu Margaret Court sem var þrítug er hún vann sigur árið 1973.

Na er fyrsti Kínverjinn til að standa uppi sem sigurvegari á Opna ástralska.

Rafael Nadal og Stanislas Wawrinka mætast í úrslitaleiknum í karlaflokki í fyrramálið. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Eurosport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×