GM rétt hafði Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 12:15 Volkswagen CC Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent