Bíó og sjónvarp

Hörmuleg ógæfa

Kurt Russell
Kurt Russell AFP/NordicPhotos
Kurt Russell segist ekki viss um hvað muni verða um hlutverk hans í nýjustu Fast and The Furious myndinni.

Russell fékk hlutverk í sjöunda myndinni í seríunni og leikur föðurímynd fyrir Dominic Toretto, sem leikinn er af Vin Diesel

Russell, sem er 62 ára gamall, sagðist hafa átt einn tökudag eftir þegar Paul Walker lést í bílslysi rétt fyrir utan Los Angeles í nóvember á síðasta ári.

„Þeir þurfa að endurskrifa handritið, þeir þurfa að gera hvað sem þeir þurfa að gera til að takast á við þessa stöðu sem er komin upp. Þetta er hörmuleg ógæfa. Þetta er það versta sem gæti komið fyrir í tökum á kvikmynd, en ekki jafn slæmt og það sem kom fyrir Paul,“ sagði Russell í viðtali á Sundance kvikmyndahátíðinni, þar sem hann er staddur til að kynna heimildamynd um hafnaboltalið pabba síns The Battered Bastards of Baseball.

Nýjasta Fast and The Furious-myndin er væntanleg í kvikmyndahús í apríl 2015. Russell býst við því að fara aftur í tökur einhverntíma á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.