Sport

Nadal lét ekki blöðruna stoppa sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal fagnar sigri.
Rafael Nadal fagnar sigri. Mynd/AP
Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér í nótt sæti í undaúrslitum á opna ástralska mótinu í tennis þegar hann sló út Búlgarann Grigor Dimitrov eftir spennandi leik. Seinna í dag kemur í ljós hvort hann mætir Andy Murray eða Roger Federer.

Rafael Nadal vann Grigor Dimitrov 3-6, 7-6 (3), 7-6 (7), 6-2 en Spánverjinn þurfti nokkrum sinnum aðstoð í leiknum enda kominn með gríðarstóra blöðru í lófa vinstri handar.

Leikur Nadal og Dimitrov tók 3 klukkutíma og 37 mínútur.  „Ég var svo heppinn. Þessi sigur gefur mér tækifæri til að spila í undanúrslitum á móti sem ég elska svo mikið," sagði Rafael Nadal eftir leikinn.

Rafael Nadal hefur einu sinni unnið opna ástralska mótið en það var fyrir fimm árum. Hann tapaði í úrslitaleik mótsins á móti Novak Djokovic fyrir tveimur árum.

Vonbrigðin voru mikil fyrir Grigor Dimitrov sem felldi tár á blaðamannafundinum þegar hann var spurður út í eitt högg sem fór úrskeiðis.

Leikur Andy Murray og Roger Federer stendur nú yfir í Melbourne Park og það er hægt að fylgjast með honum á Eurosport sem er rás 40 á Fjölvarpinu.

Nadal fékk stóra blöðru í vinstri lófann.Mynd/AP
Þetta leit ekki alltof vel út.Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×