Helköttuð á leiðinni á Arnold Classic Ellý Ármanns skrifar 20. janúar 2014 16:30 myndir/einkasafn Aðalheiðar Heimsbikarmeistarinn Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, 29 ára, heldur ásamt fleiri Íslendingum til Ohio í Bandaríkjunum á Arnold Classic fitnessmótið sem fram fer 27. febrúar til 2. mars. Við spurðum Aðalheiði um undirbúninginn fyrir mótið.Keypti líkamsræktarkort á unglingsárunum „Ég hef alltaf verið í einhverjum íþróttum. Ég var í ballett og jazzballett í tólf ár og æfði frjálsar á sumrin. Svo þegar ég var sextán ára keypti ég kort í World Class en passaði mig að lyfta ekki of þungt heldur mætti ég aðallega í tíma. Ég horfði á mitt fyrsta fitness- og vaxtarræktarmót árið 2008 en það var þá sem ég smitaðist strax. Þá sá ég módelfitness flokkinn og ég hef ekki stoppað síðan,“ segir Aðalheiður sem keppti ári síðar á bikarmótinu í fitness hér á landi þar sem hún landaði 3. sætinu.Titlarnir margirHvað hefur þú unnið marga titla síðan þá? „Ég var í 3. sæti á mínu fyrsta móti en ég hef alltaf náð að komast á verðlaunapall. Árið 2012 var metárið mitt en þá varð ég í 2. sæti á Arnold Classic í Bandaríkjunum og Íslandsmeistari hér heima en ég flaug út til Dannmerkur nóttina eftir að ég varð Íslandsmeisari og keppti þar á móti sem heitir Loaded Cup sem ég vann svo líka,“ segir hún og heldur áfram upptalningunni: „Ég keppti svo þremur mánuðum seinna í Budapest og varð heimsbikarmeistari þar árið 2012. Svo varð ég í 6. sæti á Arnold mótinu í Evrópu sama ár og mánuði seinna varð ég bikarmeistari hér heima og heildarsigurvegari á því móti en mesti heiðurinn var að fá stærsta bikarinn í hús þegar ég var valin Íþróttmaður ársins hjá IFBB á Íslandi þetta sama ár.“Aðalheiður og þjálfarinn hennar Konráð Valur Gíslason.Sunnudagarnir eru heilagir „Ég æfi allt árið sirka 5-6 sinnum í viku. Þegar ég er að undirbúa mig fyrir mót, sem við köllum niðurskurð, þá æfi ég tvisvar á dag fimm sinnum í viku. Ég tek síðan eina æfingu á laugardögum en hvíli mig alltaf á sunnudögum þeir eru heilagir hvíldardagar hjá mér.“ „Þar sem ég keppti svona mikið árið 2012 fann ég hvað líkaminn var þreyttur. Ég þurfti að fá smá hvíld en ég tók mér keppnispásu árið 2013 en æfði samt strangt og byrjaði svo núna í byrjun desember í niðurskurði fyrir Arnold Classic í febrúar,“ segir hún.Hér skrifar Aðalheiður undir samninginn við QNT.Borðar sex máltíðir á dagHvað borðar þú í niðurskurðinum? „Ég borða 5-6 mátíðir á dag. Allir morgnar byrja á hafragraut. Borða alltaf á Nings hádeginu og svo fæ ég fisk frá fiskversluninni Hafinu í kvöldmat. Ég borða mikið af eggjum og tek fæðubótarefni og vítamín frá QNT. En ég gerði einmitt á dögunum stóran samning við core.is sem flytur inn þessar frábæru gæðavörur frá QNT,“svarar Aðalheiður. „Í byrjun desember gerði ég samning við eigendurna úti þar sem ég verð í auglýsingum fyrir þá um heim allan og þeir munu koma til með að senda mig á expo-sýningar að kynna fyrir þá vörurnar. Ég er ekkert smá stolt af því þetta eru frábærar hágæðavörur í heimsklassa. Án stuðningsaðilanna væri þetta erfitt fjárhagslega þannig að ég er heppin hvað það varðar.“Vel stemmd fyrir Arnold „Ég er rosalega spennt og vel stemmd fyrir mótinu í febrúar. Undirbúningurinn gengur eins og í sögu og tel ég mig vera í mínu besta formi til þessa enda hef ég besta þjálfarann við hlið mér í þessum undirbúningi sem er Konráð Valur Gíslason einkaþjálfari í World Class Laugum. Hann styður mig alla leið. Hann ætlar að koma út með mér á mótið,“ segir hún að lokum.Heidi Ola kallar Aðalheiður sig vestan hafs. Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
Heimsbikarmeistarinn Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, 29 ára, heldur ásamt fleiri Íslendingum til Ohio í Bandaríkjunum á Arnold Classic fitnessmótið sem fram fer 27. febrúar til 2. mars. Við spurðum Aðalheiði um undirbúninginn fyrir mótið.Keypti líkamsræktarkort á unglingsárunum „Ég hef alltaf verið í einhverjum íþróttum. Ég var í ballett og jazzballett í tólf ár og æfði frjálsar á sumrin. Svo þegar ég var sextán ára keypti ég kort í World Class en passaði mig að lyfta ekki of þungt heldur mætti ég aðallega í tíma. Ég horfði á mitt fyrsta fitness- og vaxtarræktarmót árið 2008 en það var þá sem ég smitaðist strax. Þá sá ég módelfitness flokkinn og ég hef ekki stoppað síðan,“ segir Aðalheiður sem keppti ári síðar á bikarmótinu í fitness hér á landi þar sem hún landaði 3. sætinu.Titlarnir margirHvað hefur þú unnið marga titla síðan þá? „Ég var í 3. sæti á mínu fyrsta móti en ég hef alltaf náð að komast á verðlaunapall. Árið 2012 var metárið mitt en þá varð ég í 2. sæti á Arnold Classic í Bandaríkjunum og Íslandsmeistari hér heima en ég flaug út til Dannmerkur nóttina eftir að ég varð Íslandsmeisari og keppti þar á móti sem heitir Loaded Cup sem ég vann svo líka,“ segir hún og heldur áfram upptalningunni: „Ég keppti svo þremur mánuðum seinna í Budapest og varð heimsbikarmeistari þar árið 2012. Svo varð ég í 6. sæti á Arnold mótinu í Evrópu sama ár og mánuði seinna varð ég bikarmeistari hér heima og heildarsigurvegari á því móti en mesti heiðurinn var að fá stærsta bikarinn í hús þegar ég var valin Íþróttmaður ársins hjá IFBB á Íslandi þetta sama ár.“Aðalheiður og þjálfarinn hennar Konráð Valur Gíslason.Sunnudagarnir eru heilagir „Ég æfi allt árið sirka 5-6 sinnum í viku. Þegar ég er að undirbúa mig fyrir mót, sem við köllum niðurskurð, þá æfi ég tvisvar á dag fimm sinnum í viku. Ég tek síðan eina æfingu á laugardögum en hvíli mig alltaf á sunnudögum þeir eru heilagir hvíldardagar hjá mér.“ „Þar sem ég keppti svona mikið árið 2012 fann ég hvað líkaminn var þreyttur. Ég þurfti að fá smá hvíld en ég tók mér keppnispásu árið 2013 en æfði samt strangt og byrjaði svo núna í byrjun desember í niðurskurði fyrir Arnold Classic í febrúar,“ segir hún.Hér skrifar Aðalheiður undir samninginn við QNT.Borðar sex máltíðir á dagHvað borðar þú í niðurskurðinum? „Ég borða 5-6 mátíðir á dag. Allir morgnar byrja á hafragraut. Borða alltaf á Nings hádeginu og svo fæ ég fisk frá fiskversluninni Hafinu í kvöldmat. Ég borða mikið af eggjum og tek fæðubótarefni og vítamín frá QNT. En ég gerði einmitt á dögunum stóran samning við core.is sem flytur inn þessar frábæru gæðavörur frá QNT,“svarar Aðalheiður. „Í byrjun desember gerði ég samning við eigendurna úti þar sem ég verð í auglýsingum fyrir þá um heim allan og þeir munu koma til með að senda mig á expo-sýningar að kynna fyrir þá vörurnar. Ég er ekkert smá stolt af því þetta eru frábærar hágæðavörur í heimsklassa. Án stuðningsaðilanna væri þetta erfitt fjárhagslega þannig að ég er heppin hvað það varðar.“Vel stemmd fyrir Arnold „Ég er rosalega spennt og vel stemmd fyrir mótinu í febrúar. Undirbúningurinn gengur eins og í sögu og tel ég mig vera í mínu besta formi til þessa enda hef ég besta þjálfarann við hlið mér í þessum undirbúningi sem er Konráð Valur Gíslason einkaþjálfari í World Class Laugum. Hann styður mig alla leið. Hann ætlar að koma út með mér á mótið,“ segir hún að lokum.Heidi Ola kallar Aðalheiður sig vestan hafs.
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira