Lærdómur lífs míns er að „minna er meira“ Marín Manda skrifar 31. janúar 2014 11:30 María Lovísa Árnadóttir hefur ætíð haft áhuga á hönnun en varð hugfangin af markþjálfun þegar hún réð til sín þjálfara hjá fyrirtæki sínu í Bandaríkjunum. Í dag starfar hún sem markþjálfi stjórnenda og hannar fyrir íslenska fyrirtækið sitt Inspira. Lífið ræddi við hana um námið í Bandaríkjunum, umhverfisvæna hönnun og hvernig maður metur litlu hlutina sem lífið hefur upp á að bjóða. Hún var með plön um að hefja nám í Danmörku þegar hún varð ástfangin af eiginmanninum og örlögin gripu í taumana. Bæði þráðu að fara í nám erlendis og eftir að hafa skoðað ýmsa möguleika fluttu þau til Arizona í Bandaríkjunum þar sem hún lærði innanhússarkitektúr í Arizona State University. Áhuginn á fyrirtækjasköpun og viðskiptahugsun jókst í sífellu og ákvað hún að fara í MBA-nám í stjórnun og stefnumótun. Með skýra framtíðarsýn og draum um að verða sinn eigin herra flutti hún til Íslands eftir tólf ára erlenda búsetu og í dag leyfir hún sköpunargáfunni að njóta sín. Hún starfar með stjórnendum og stjórnendateymum, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum sem markþjálfi.Þú ert menntuð sem innanhússarkitekt frá bandarískum skóla en starfar aðallega sem markþjálfi í dag. Hefurðu þá lagt hönnunina á hilluna? „Alls ekki. Mér finnst hönnun, viðskiptahugsun, stefnumótunarvinna og markþjálfun vera nátengt hvert öðru og eru þetta allt mismunandi vinklar á sama kjarna; að skapa betri veruleika. Við erum því alltaf að hanna og skapa eitthvað hvort sem við erum meðvituð um það eður ei. Eftir að hafa saknað þess að leika mér í hönnun tók ég þátt í Hönnunarmars í fyrra hjá Epal og sýndi línu sem heitir Inspira. Þetta byrjaði sem áhugaverkefni sem ég fór að vinna með pabba mínum en hann og bróðir minn vinna allt viðarverk fyrir mig. Inspira-vörurnar byggjast að öllu leyti á íslenskum innblæstri og sá ég fyrir mér vörur sem ég sjálf myndi vilja eignast ef ég væri að kaupa mér eitthvað íslenskt eða myndi vilja gefa öðrum sem minjagripi frá Íslandi. Eins og kannski gefur að skilja er ég mjög hrifin af alls konar innanhúsmunum og vel fremur slíka muni frá öðrum löndum í stað týpískra minjagripa. Allar vörurnar eru einstaklega „íslenskar" og tengjast okkar menningu, sögu og náttúru og eru framleiddar hér á landi. Sem stendur er hægt að fá Inspira-veggplatta og segla byggða á galdrastöfum þar sem saga táknanna er í forgrunni og einnig eru Stuðla-stjakarnir komnir í Epal en þeir eru úr gegnheilli steypu og fást með eikarplöttum og eru að öllu leyti byggðir á innblæstri frá stuðlaberginu. Fleiri vörur eru svo væntanlegar í verslanir á þessu ári, púðar, klukkur og fleira.“Telur þú að það sé mikilvægt fyrir hönnuði að huga meir að umhverfisþenkjandi hönnun? „Ég tel það lykilatriði fyrir framtíðina sem og siðferðislega skyldu hönnuða að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að huga að umhverfinu. Hönnuðir hafa tækifæri til þess að gera svo margt á þessu sviði enda hanna þeir borgir, húsnæði og hluti. Með hugmyndaauðgi og þekkingu má draga verulega úr sóun og umhverfisspillandi áhrifum. Það skiptir allt máli þegar það kemur að hönnun, allt frá uppsetningu, vali á efnivið og framleiðsluferli yfir í val á tæknibúnaði.Auðlindir heimsins eru ekki óendanlegar og í framtíðinni gæti það vel orðið þannig að ruslahaugar nútímans verði álitnir fjársjóðir. Hönnuðir geta ýtt undir framsýna hugsun og boðið upp á umhverfisvæna valkosti og lausnir og endurnýtt enn betur það sem hægt er að endurnýta. En auðvitað er það þannig að við þurfum alltaf að sannfæra þann sem er að borga brúsann og efla okkur í því að sýna fram á hag þess að velja umhverfisvæna kosti.“ Eftir MBA-námið í stjórnun og stefnumótun opnaði María Lovísa hönnunarstofu í Phoenix, Arizona ásamt skólafélögum sínum með áherslu á umhverfisvæna hönnun fyrirtækjarýma. „Það mætti segja að við höfum verið aðeins á undan samtímanum með þennan fókus og ekki var alltaf auðvelt að selja umhverfisþenkjandi hönnun. Áherslur í viðskiptum geta oft gengið út á skjótan gróða á meðan langtímastefna, framtíðarsýn og áhrif fá að víkja fyrir skammtímamarkmiðum.“Þú kynntist markþjálfun þegar þú réðst markþjálfa til að aðstoða þig við stefnumótun hjá bandaríska hönnunarfyrirtækinu þínu. Hvað gerðist í framhaldi af því?„Markþjálfinn minn sá í mér einhvers konar „hugsunar- og úrvinnsluaðferðir“ sem honum fannst mikill fengur í og bauðst til þess að taka mig í læri hjá sér. Í kjölfarið fór ég í skóla í Arizona og lærði aðferðafræði markþjálfunar og varð Certified Transformational Coach, eða vottaður „Umbreytinga-markþjálfi.“ Ég komst að því að á vissan hátt hafði ég alltaf verið að markþjálfa þegar ég hitti nýja viðskiptavini með viðskiptahugmyndir þar sem spurningarnar í fyrstu voru ekki ósvipaðar; hvað viltu gera, hvernig viltu gera það, hver er framtíðarsýnin, hvað viltu bæta, hvað viltu minnka, hver er besta mögulega útkoman, hver eru gildi fyrirtækisins, styrkleikar rekstursins, sagan sem þið viljið segja og annað í þeim dúr.Þessar sannleiksspurningar og svör heilluðu mig alltaf og fannst mér þetta einstaklega skemmtilegur hluti af starfinu en þarna á sér stað mikil sköpun og í raun nokkurs konar stefnumótun fyrir reksturinn. Þetta var þó lítill hluti af hönnunarstarfinu og síðan fór fólk sína leið. Mér fannst það heillandi hugmynd að geta unnið við þessa gerð sköpunar og fengið að fylgja fyrirtækjum eftir enn lengra og fá að vinna með stjórnendum og stjórnendateymum sem eru stöðugt að vinna við breytingar og þróun á rekstri. Það verður varla meira skapandi en það.“Mætti því segja að örlögin hafi gripið í taumana og leitt þig á nýja braut?„Já, augljóslega því að fyrsti aðilinn sem ég tilkynnti að ég hefði lært markþjálfun, réð mig til þess að þjálfa sig og sitt teymi. Það vill svo til að ég starfa enn með því fyrirtæki í dag og hef fylgt því eftir frá því að þau voru með 15 starfsmenn yfir í að vera komin með hátt í 100 starfsmenn. Markþjálfunarstarfið er mjög skemmtilegt og fæ ég útrás fyrir mörg persónuleg áhugasvið og kynnist alls konar rekstri og viðskiptasköpun. Ég nýti að mörgu leyti bæði heilahvelin mín sem hafa gaman af hönnunarhugsun og stjórnun og stefnumótun en skemmtilegast af öllu er að fá að vinna með fólki sem er að skapa betri framtíð fyrir sig og aðra og fá að fylgja því eftir í að skapa stöðugar framfarir.“ Hvað er að vera markþjálfi? Endilega segðu nánar frá því.„Markþjálfi getur sá kallað sig sem hefur lært aðferðafræði markþjálfunar sem gengur út á samtalsaðferð sem byggist á opnum spurningum og miða að því að laða fram jákvæðar breytingar. Góður markþjálfi eflir fólk í að mynda sér sterka framtíðarsýn og stefnu og aðstoðar fólk við að setja sér markmið og gera þau framkvæmanleg. Markþjálfar aðstoða fólk einnig við að takast á við áskoranir sem geta orðið á veginum og hjálpa margir til við að brjóta aðgerðir niður í framkvæmanlegar einingar. Fær markþjálfi getur sem dæmi komið inn í teymi og ýtt undir virkni, gagnsæi, samvinnu og ábyrgð hvers og eins, bæði gagnvart sjálfum sér sem og gagnvart teyminu og fyrirtækinu sem það starfar með. Það hefur sýnt sig að með aðstoð góðs markþjálfa nást markmið mun hraðar en ella og fólk er almennt einbeittara, glaðara og öflugra í því sem það er að gera. Fólk er almennt sáttara og tengdara.“Í dag ert þú stjórnarformaður Félags markþjálfunar á Íslandi. Er félagið mjög öflugt á Íslandi? „Félagið er ungt en í örum vexti og hefur verið að stækka og eflast ár frá ári. Í dag erum við með um 70 félaga og eru þeir allir með menntun í markþjálfun. Félagið hélt Markþjálfunardaginn í annað sinn í gær í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík og var aðsókn langt framar bestu vonum. Félagið stendur fyrir því að kynna og efla markþjálfun sem fag, kynna starfandi markþjálfa og standa vörð um að félagsmenn sýni fagmennsku og fylgi siðareglum félagsins. Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita meira um markþjálfun og starfandi markþjálfa á Íslandi þá er um að gera að skoða síðu félagsins.“ HönnunarMars Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
María Lovísa Árnadóttir hefur ætíð haft áhuga á hönnun en varð hugfangin af markþjálfun þegar hún réð til sín þjálfara hjá fyrirtæki sínu í Bandaríkjunum. Í dag starfar hún sem markþjálfi stjórnenda og hannar fyrir íslenska fyrirtækið sitt Inspira. Lífið ræddi við hana um námið í Bandaríkjunum, umhverfisvæna hönnun og hvernig maður metur litlu hlutina sem lífið hefur upp á að bjóða. Hún var með plön um að hefja nám í Danmörku þegar hún varð ástfangin af eiginmanninum og örlögin gripu í taumana. Bæði þráðu að fara í nám erlendis og eftir að hafa skoðað ýmsa möguleika fluttu þau til Arizona í Bandaríkjunum þar sem hún lærði innanhússarkitektúr í Arizona State University. Áhuginn á fyrirtækjasköpun og viðskiptahugsun jókst í sífellu og ákvað hún að fara í MBA-nám í stjórnun og stefnumótun. Með skýra framtíðarsýn og draum um að verða sinn eigin herra flutti hún til Íslands eftir tólf ára erlenda búsetu og í dag leyfir hún sköpunargáfunni að njóta sín. Hún starfar með stjórnendum og stjórnendateymum, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum sem markþjálfi.Þú ert menntuð sem innanhússarkitekt frá bandarískum skóla en starfar aðallega sem markþjálfi í dag. Hefurðu þá lagt hönnunina á hilluna? „Alls ekki. Mér finnst hönnun, viðskiptahugsun, stefnumótunarvinna og markþjálfun vera nátengt hvert öðru og eru þetta allt mismunandi vinklar á sama kjarna; að skapa betri veruleika. Við erum því alltaf að hanna og skapa eitthvað hvort sem við erum meðvituð um það eður ei. Eftir að hafa saknað þess að leika mér í hönnun tók ég þátt í Hönnunarmars í fyrra hjá Epal og sýndi línu sem heitir Inspira. Þetta byrjaði sem áhugaverkefni sem ég fór að vinna með pabba mínum en hann og bróðir minn vinna allt viðarverk fyrir mig. Inspira-vörurnar byggjast að öllu leyti á íslenskum innblæstri og sá ég fyrir mér vörur sem ég sjálf myndi vilja eignast ef ég væri að kaupa mér eitthvað íslenskt eða myndi vilja gefa öðrum sem minjagripi frá Íslandi. Eins og kannski gefur að skilja er ég mjög hrifin af alls konar innanhúsmunum og vel fremur slíka muni frá öðrum löndum í stað týpískra minjagripa. Allar vörurnar eru einstaklega „íslenskar" og tengjast okkar menningu, sögu og náttúru og eru framleiddar hér á landi. Sem stendur er hægt að fá Inspira-veggplatta og segla byggða á galdrastöfum þar sem saga táknanna er í forgrunni og einnig eru Stuðla-stjakarnir komnir í Epal en þeir eru úr gegnheilli steypu og fást með eikarplöttum og eru að öllu leyti byggðir á innblæstri frá stuðlaberginu. Fleiri vörur eru svo væntanlegar í verslanir á þessu ári, púðar, klukkur og fleira.“Telur þú að það sé mikilvægt fyrir hönnuði að huga meir að umhverfisþenkjandi hönnun? „Ég tel það lykilatriði fyrir framtíðina sem og siðferðislega skyldu hönnuða að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að huga að umhverfinu. Hönnuðir hafa tækifæri til þess að gera svo margt á þessu sviði enda hanna þeir borgir, húsnæði og hluti. Með hugmyndaauðgi og þekkingu má draga verulega úr sóun og umhverfisspillandi áhrifum. Það skiptir allt máli þegar það kemur að hönnun, allt frá uppsetningu, vali á efnivið og framleiðsluferli yfir í val á tæknibúnaði.Auðlindir heimsins eru ekki óendanlegar og í framtíðinni gæti það vel orðið þannig að ruslahaugar nútímans verði álitnir fjársjóðir. Hönnuðir geta ýtt undir framsýna hugsun og boðið upp á umhverfisvæna valkosti og lausnir og endurnýtt enn betur það sem hægt er að endurnýta. En auðvitað er það þannig að við þurfum alltaf að sannfæra þann sem er að borga brúsann og efla okkur í því að sýna fram á hag þess að velja umhverfisvæna kosti.“ Eftir MBA-námið í stjórnun og stefnumótun opnaði María Lovísa hönnunarstofu í Phoenix, Arizona ásamt skólafélögum sínum með áherslu á umhverfisvæna hönnun fyrirtækjarýma. „Það mætti segja að við höfum verið aðeins á undan samtímanum með þennan fókus og ekki var alltaf auðvelt að selja umhverfisþenkjandi hönnun. Áherslur í viðskiptum geta oft gengið út á skjótan gróða á meðan langtímastefna, framtíðarsýn og áhrif fá að víkja fyrir skammtímamarkmiðum.“Þú kynntist markþjálfun þegar þú réðst markþjálfa til að aðstoða þig við stefnumótun hjá bandaríska hönnunarfyrirtækinu þínu. Hvað gerðist í framhaldi af því?„Markþjálfinn minn sá í mér einhvers konar „hugsunar- og úrvinnsluaðferðir“ sem honum fannst mikill fengur í og bauðst til þess að taka mig í læri hjá sér. Í kjölfarið fór ég í skóla í Arizona og lærði aðferðafræði markþjálfunar og varð Certified Transformational Coach, eða vottaður „Umbreytinga-markþjálfi.“ Ég komst að því að á vissan hátt hafði ég alltaf verið að markþjálfa þegar ég hitti nýja viðskiptavini með viðskiptahugmyndir þar sem spurningarnar í fyrstu voru ekki ósvipaðar; hvað viltu gera, hvernig viltu gera það, hver er framtíðarsýnin, hvað viltu bæta, hvað viltu minnka, hver er besta mögulega útkoman, hver eru gildi fyrirtækisins, styrkleikar rekstursins, sagan sem þið viljið segja og annað í þeim dúr.Þessar sannleiksspurningar og svör heilluðu mig alltaf og fannst mér þetta einstaklega skemmtilegur hluti af starfinu en þarna á sér stað mikil sköpun og í raun nokkurs konar stefnumótun fyrir reksturinn. Þetta var þó lítill hluti af hönnunarstarfinu og síðan fór fólk sína leið. Mér fannst það heillandi hugmynd að geta unnið við þessa gerð sköpunar og fengið að fylgja fyrirtækjum eftir enn lengra og fá að vinna með stjórnendum og stjórnendateymum sem eru stöðugt að vinna við breytingar og þróun á rekstri. Það verður varla meira skapandi en það.“Mætti því segja að örlögin hafi gripið í taumana og leitt þig á nýja braut?„Já, augljóslega því að fyrsti aðilinn sem ég tilkynnti að ég hefði lært markþjálfun, réð mig til þess að þjálfa sig og sitt teymi. Það vill svo til að ég starfa enn með því fyrirtæki í dag og hef fylgt því eftir frá því að þau voru með 15 starfsmenn yfir í að vera komin með hátt í 100 starfsmenn. Markþjálfunarstarfið er mjög skemmtilegt og fæ ég útrás fyrir mörg persónuleg áhugasvið og kynnist alls konar rekstri og viðskiptasköpun. Ég nýti að mörgu leyti bæði heilahvelin mín sem hafa gaman af hönnunarhugsun og stjórnun og stefnumótun en skemmtilegast af öllu er að fá að vinna með fólki sem er að skapa betri framtíð fyrir sig og aðra og fá að fylgja því eftir í að skapa stöðugar framfarir.“ Hvað er að vera markþjálfi? Endilega segðu nánar frá því.„Markþjálfi getur sá kallað sig sem hefur lært aðferðafræði markþjálfunar sem gengur út á samtalsaðferð sem byggist á opnum spurningum og miða að því að laða fram jákvæðar breytingar. Góður markþjálfi eflir fólk í að mynda sér sterka framtíðarsýn og stefnu og aðstoðar fólk við að setja sér markmið og gera þau framkvæmanleg. Markþjálfar aðstoða fólk einnig við að takast á við áskoranir sem geta orðið á veginum og hjálpa margir til við að brjóta aðgerðir niður í framkvæmanlegar einingar. Fær markþjálfi getur sem dæmi komið inn í teymi og ýtt undir virkni, gagnsæi, samvinnu og ábyrgð hvers og eins, bæði gagnvart sjálfum sér sem og gagnvart teyminu og fyrirtækinu sem það starfar með. Það hefur sýnt sig að með aðstoð góðs markþjálfa nást markmið mun hraðar en ella og fólk er almennt einbeittara, glaðara og öflugra í því sem það er að gera. Fólk er almennt sáttara og tengdara.“Í dag ert þú stjórnarformaður Félags markþjálfunar á Íslandi. Er félagið mjög öflugt á Íslandi? „Félagið er ungt en í örum vexti og hefur verið að stækka og eflast ár frá ári. Í dag erum við með um 70 félaga og eru þeir allir með menntun í markþjálfun. Félagið hélt Markþjálfunardaginn í annað sinn í gær í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík og var aðsókn langt framar bestu vonum. Félagið stendur fyrir því að kynna og efla markþjálfun sem fag, kynna starfandi markþjálfa og standa vörð um að félagsmenn sýni fagmennsku og fylgi siðareglum félagsins. Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita meira um markþjálfun og starfandi markþjálfa á Íslandi þá er um að gera að skoða síðu félagsins.“
HönnunarMars Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira