Sævar Birgisson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXII Vetrarólympíuleikana í Sotsjí sem fram fer að kvöldi 7. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Sævar mun enda tuttugu ára bið Íslendinga eftir skíðagöngumanni á Vetrarólympíuleikum en þeir Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu í Lillehammer 1994.
Enn lengra er síðan fánaberi íslenska hópsins var skíðagöngumaður en það var Einar Ólafsson sem keppti á leikunum 1988 í Calgary.
Fánaberar Íslands á síðustu Vetrarleikum:
2012 í Sotsjí - Sævar Birgisson, skíðaganga
2010 í Vancouver - Björgvin Björgvinsson, alpagreinar
2006 í Torino - Dagný Linda Kristjánsdóttir, alpagreinar
2002 í Salt Lake City - Dagný Linda Kristjánsdóttir, alpagreinar
1998 í Nagano - Theódóra Mathiesen, alpagreinar
1994 í Lillehammer - Ásta Halldórsdóttir, alpagreinar
1992 í Alberville - Ásta Halldórsdóttir, alpagreinar
1988 í Calgary - Einar Ólafsson, skíðaganga
1984 í Sarajevo - Nanna Leifsdóttir, alpagreinar
1980 í Lake Placid - Haukur Sigurðsson, skíðaganga
