Lífið

The Sunday Times lofsamar Ásgeir Trausta

Ásgeir Trausti á tónleikum í Bretlandi.
Ásgeir Trausti á tónleikum í Bretlandi. nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti fær mikið lof frá Andrew Smith blaðamanni hins virta breska dagblaðs, The Sunday Times. Smith segist fyrst hafa séð Ásgeir Trausta þegar hann hitaði upp fyrir John Grant. Það var um það leyti sem Íslenska landsliðið í knattspyrnu átti möguleika á að vera fámennasta þjóðin til að komast á heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

Blaðamaðurinn veltir einnig fyrir sér hvernig Íslendingar fari að því að framleiða svona mikið hæfileikafólk. Hann telur þar upp nöfn á borð við Sykurmolanna, Björk, Gus Gus, Sigur Rós, Jónsa, Amiinu, Hjaltalín og Ólaf Arnalds. Smith spyr sig hvernig Íslendingar fari að þessu og hvað þeir séu að gera svona mikið rétt.

Þá er plata hans, In The Silence komin í fimmtánda sætið á vinsældarlista iTunes í Bretlandi, sem telst ansi góður árangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.