Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans Woody Allen, segir hann hafa misnotað sig í æsku í bréfi sem birt var á bloggvef New York Times um helgina.
Margir hafa heimtað viðbrögð leikarar sem hafa leikið í myndum Woody á samfélgasmiðlum. Leikarinn Alec Baldwin er einn af þeim sem aðdáendur hafa beint spjótum sínum að og tekur Alec það illa upp.
„Hvað í fjandanum er að ykkur að ykkur finnist að við þurfum öll að tjá okkur um þessar fjölskyldudeilur?“ skrifar Alec til dæmis á Twitter-síðu sína.
„Bandaríkin eiga að vera staður þar sem fólk fær sanngjörn réttarhöld. Er hægt að byggja upp réttarhöld með skoðunum fólks um málið?“ bætir Alec við.