Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 22:45 Omari Akhmedov Mynd/ Getty Images Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? Þeir Khabib Nurmagomedov, Rustam Khabilov, Omari Akhmedov, Adlan Amagov og Ali Bagautinov eru allt rússneskir bardagamenn og eru allir enn ósigraðir í UFC. Fleiri rússneskir bardagamenn hafa samið við UFC nýlega en þessir fimm standa upp úr. Allir koma þeir frá Dagestan héraðinu í Rússlandi en nánar má lesa um þá hér. Allir þessir kappar eiga það sameiginlegt að hafa æft sambó, Combat Sambo og frjálsa glímu (e. freestyle wrestling). Það eru mörg atriði sem benda til þess að sambó sé einn besti bakgrunnurinn til að hafa áður en farið er í MMA. Í sambó má kasta eins og í júdó og sækja fellur í lappir eins og í glímu. Að auki hafa flestir sambó keppendur einnig æft glímu og eru því vel að sér þegar kemur að fellutilraunum í lappir eins og t.d. “double leg” og “fireman carry”. Allir MMA kappar sem hafa æft sambó hafa einnig keppt í Combat Sambo en þar má kýla, sparka og hengja og er því ágætlega líkt MMA. Omari Akhmedov, andstæðingur Gunnars, er tvöfaldur Combat Sambo meistari í Dagestan héraðinu. Þessir Rússar sem við erum að sjá í UFC eru margir hverjir frústreraðir glímumenn sem voru ekki nógu góðir til að komast í glímulandsliðið. Rússneska glímulandsliðið er eitt það sterkasta í heimi og gríðarlega eftirsóknarvert að komast þangað, enda mikið fjárhagslegt öryggi sem fylgir því að komast þangað. Þessir bardagamenn æfa glímu, júdó og sambó sem krakkar þó mesta áherslan sé oft á glímuna. Þegar menn sjá fram á að ná ekki að komast alla leið í glímunni snúa þeir sér að sambó eða Combat Sambo í von um að skara fram úr þar. Af því leiðir eru margir frábærir íþróttamenn í Combat Sambo sem voru einfaldlega ekki alveg nógu góðir til að komast alla leið í glímunni en eru engu að síður með frábæran glímubakgrunn. Fyrir marga er sambó eða glíman leið úr fátæktinni í Rússlandi. Fedor Emelianenko, einn besti MMA kappi allra tíma, sagði þessi fleygu orð í viðtali: "Ég lít á andstæðing minn sem mann sem ætlar að taka mat af borði fjölskyldu minnar. Ég þarf að stöðva hann svo fjölskylda mín fái mat". Þetta hugarfar einkennir Rússana en þeir búa yfir ótrúlegri þrautseigju og gefast aldrei upp. Þetta kom bersýnilega í ljós í bardaga Omari Akhmedov gegn Thiago Perpétuo þar sem Akhmedov var tvisvar kýldur niður en náði samt að halda áfram og sigraði að lokum eftir rothögg. Allir þessir kappar koma frá Dagestan eða öðrum héröðum í Norður-Kákasus svæðinu. Þar er gríðarlega sterk hefð fyrir bardagaíþróttum og fer nánast hvert einasta mannsbarn í glímu, sambó, júdó, sparkbox eða box. Það má því segja að helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra í MMA sé sú að þeir æfa högg, spörk og glímu frá unga aldri og eru því öllu vanir þegar þeir taka skrefið í MMA. Hvort að það sé nóg fyrir Omari Akhmedov til að sigra Gunnar Nelson verður að koma í ljós þann 8. mars. Ítarlegri umfjöllun um velgengni Rússana má lesa á vef MMA frétta hér.Vísir ogMMA fréttirhafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Innlendar MMA Tengdar fréttir Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? Þeir Khabib Nurmagomedov, Rustam Khabilov, Omari Akhmedov, Adlan Amagov og Ali Bagautinov eru allt rússneskir bardagamenn og eru allir enn ósigraðir í UFC. Fleiri rússneskir bardagamenn hafa samið við UFC nýlega en þessir fimm standa upp úr. Allir koma þeir frá Dagestan héraðinu í Rússlandi en nánar má lesa um þá hér. Allir þessir kappar eiga það sameiginlegt að hafa æft sambó, Combat Sambo og frjálsa glímu (e. freestyle wrestling). Það eru mörg atriði sem benda til þess að sambó sé einn besti bakgrunnurinn til að hafa áður en farið er í MMA. Í sambó má kasta eins og í júdó og sækja fellur í lappir eins og í glímu. Að auki hafa flestir sambó keppendur einnig æft glímu og eru því vel að sér þegar kemur að fellutilraunum í lappir eins og t.d. “double leg” og “fireman carry”. Allir MMA kappar sem hafa æft sambó hafa einnig keppt í Combat Sambo en þar má kýla, sparka og hengja og er því ágætlega líkt MMA. Omari Akhmedov, andstæðingur Gunnars, er tvöfaldur Combat Sambo meistari í Dagestan héraðinu. Þessir Rússar sem við erum að sjá í UFC eru margir hverjir frústreraðir glímumenn sem voru ekki nógu góðir til að komast í glímulandsliðið. Rússneska glímulandsliðið er eitt það sterkasta í heimi og gríðarlega eftirsóknarvert að komast þangað, enda mikið fjárhagslegt öryggi sem fylgir því að komast þangað. Þessir bardagamenn æfa glímu, júdó og sambó sem krakkar þó mesta áherslan sé oft á glímuna. Þegar menn sjá fram á að ná ekki að komast alla leið í glímunni snúa þeir sér að sambó eða Combat Sambo í von um að skara fram úr þar. Af því leiðir eru margir frábærir íþróttamenn í Combat Sambo sem voru einfaldlega ekki alveg nógu góðir til að komast alla leið í glímunni en eru engu að síður með frábæran glímubakgrunn. Fyrir marga er sambó eða glíman leið úr fátæktinni í Rússlandi. Fedor Emelianenko, einn besti MMA kappi allra tíma, sagði þessi fleygu orð í viðtali: "Ég lít á andstæðing minn sem mann sem ætlar að taka mat af borði fjölskyldu minnar. Ég þarf að stöðva hann svo fjölskylda mín fái mat". Þetta hugarfar einkennir Rússana en þeir búa yfir ótrúlegri þrautseigju og gefast aldrei upp. Þetta kom bersýnilega í ljós í bardaga Omari Akhmedov gegn Thiago Perpétuo þar sem Akhmedov var tvisvar kýldur niður en náði samt að halda áfram og sigraði að lokum eftir rothögg. Allir þessir kappar koma frá Dagestan eða öðrum héröðum í Norður-Kákasus svæðinu. Þar er gríðarlega sterk hefð fyrir bardagaíþróttum og fer nánast hvert einasta mannsbarn í glímu, sambó, júdó, sparkbox eða box. Það má því segja að helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra í MMA sé sú að þeir æfa högg, spörk og glímu frá unga aldri og eru því öllu vanir þegar þeir taka skrefið í MMA. Hvort að það sé nóg fyrir Omari Akhmedov til að sigra Gunnar Nelson verður að koma í ljós þann 8. mars. Ítarlegri umfjöllun um velgengni Rússana má lesa á vef MMA frétta hér.Vísir ogMMA fréttirhafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi.
Innlendar MMA Tengdar fréttir Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30