Lífið

Ber virðingu fyrir konum

Pharrell Williams ásamt leikkonunni Söndru Bullock.
Pharrell Williams ásamt leikkonunni Söndru Bullock. Mynd/Gettyimages
Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams segist bera mikla virðingu fyrir konum í nýju viðtali við breska blaðið Time Out

Pharrell, sem er fertugur, þurfti að sæta mikilli gagnrýni fyrir lagið Blurred Lines sem hann flutti ásamt Robin Thicke. Textinn og ekki síst myndbandið þykir niðrandi fyrir konur. 

Williams er algerlega ósammála því og segist vera viss um að konur eigi eftir taka yfir heiminn í nánustu framtíð. 



„Ég elska konur og þær eru innblástur minn fyrir nýju plötuna. Það kemur sá tími að konur fái jafn há laun og menn. Það kemur sá tími að 75 prósent af leiðtogum heimsins verða konur. Ég mundi aldrei gera neitt sem niðurlægir konur.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.